Vikan


Vikan - 31.10.2000, Blaðsíða 28

Vikan - 31.10.2000, Blaðsíða 28
Hin konan Ég var „hin konan“ í líf mannsins míns í meira en hálft ár áður en við tókum upp eðlilegt samband. Það sem ég meina með því þegar ég segist hafa verið „hin konan“ er einfaldlega það að maðurinn sem ég féll gjörsamlega fyrir og varð ástfangin upp fyrir haus af var í sambúð og átti tvö börn þegar við hitt- umst. r g hitti Ásgeirfyrst þeg- arég byrjaði aðvinnaá sömu skrifstofu og hann þegarég vartutt- ugu og tveggja ára gömul. Ég hafði nýlokið stúdentsprófi og vissi ekki alveg hvað ég vildi gera ogvar því himinlifandi þeg- ar ég fékk gott starf hjá stóru fyrirtæki þar sem margt ungt og hæfileikaríkt fólk vann. Ég var stressuð þegar ég mætti fyrsta daginn í vinnuna og hafði klætt mig í einhverja kerlingarlega dragt til þess að líta út fyrir að vera eldri og lífs- reyndari en ég var. Mér leið hins vegarfljótt mjög vel í vinnunni þar sem and- rúmsloftið var afslappað og þægilegt og var fljót að henda dragtinni í geymslu. Félagslífið var gott og vinnu- félagarnir duglegir að fara út að borða saman, halda partí, bjórkvöld, fara í útilegur o.s.frv. Fyrsta sumarið í vinnunni leið hratt, ég eignaðist góða vini og gekk vel í starfi. Um haustið var mér boðið á færa mig yfir í aðra deild og ég þáði boðið þar sem það starf virtist skemmtilegra en núver- andi starf mitt. Þar hitti ég Ás- geir. Flann var ákaflega myndar- legur og hafði sterka útgeisl- un. Ég áttaði mig á því að hann var talsvert eldri en ég og auk þess tók ég strax eftir því að hann var með giftingarhring. Samt sem áður hafði hann ótrú- lega sterk áhrif á mig og ég fór að hugsa sífellt meira um hann. Þrátt fyrir að ég væri ung var égallsekki nein saklaus ungpía því ég átti rúmlega tveggja ára gamalt barn með fyrrum sam- býlismanni mínum og hafði átt nokkuð marga kærasta í gegn- um tíðina. Ég get alveg viðurkennt það núna að það sem ég fann í garð Ásgeirs var sennilega ekkert meira en sterkur losti en það átti eftir að breytast. HRIFNING í LAUMI Rúmum mánuði eftir að ég byrjaði að vinna í deildinni hans Ásgeirs var haldið partí heima hjá einum vinnufélaganum. Ég vonaði hálft í hvoru að Ásgeir kæmi svo ég gæti fylgst með honum í laumi. Ég var nú þeg- ar búin að komast að því að hann var þrítugur og átti konu og tvö börn. ,,Frekar vonlaus staða“, hugsaði ég með mér en ég gat alveg látið mig dreyma um hann í laumi. Ég mætti í partíið í mínu fín- asta pússi og var í raun ákaflega ánægðmeðsjálfa migogfannst ég líta vel út. Mér til talsverðra vonbrigða var Ásgeir ekki mætt- ur og þegar ég spurði laumulega að því hvort hann kæmi ekki svaraði vinur hans því til að hann kæmi örugglega ekki. ,,Jæja, þá er best að hætta bara að hugsa um hann," hugs- aði ég með mér og sneri mér að vinnufélögum mínum. Ég skemmti mér vel í partíinu og var næstum búin að gleyma Ás- geiri þegar hann birtist allt í einu f partíinu, greinilega nokk- uð drukkinn, ogsettist þétt upp við mig. Mér svelgdist á bjórnum þegar ég sá að hann var ekki með giftingarhringinn lengur. Án þess að segja orð stóð hann upp og leiddi mig fram í eldhús. Flann romsaði þar út úr sér að hann væri fluttur heim til foreldra sinna frá konunni sinni og að hann gæti ekki hætt að hugsa um mig. Ég vissi ekki hvernig ég átti að taka þessu. í aðra röndina var ég glöð að heyra þetta en ég óttaðist að Ás- geir væri bara að leita sér að ból- félaga fyrir nóttina eða öxl til að gráta á. Ég ákvað hins vegar að láta slíkar áhyggjur lönd og leið og bauð honum heim til mín. Ég var alveg viss um að við mynd- um enda saman uppi í rúmi en mértil mikillar furðu sagðistÁs- geir ekki vilja sofa hjá mér fyrr en hann væri búinn aðganga frá sambúðarslitum sínum. Ég var dálítið hissa og svekkt því mig langaði virkilega að eyða nóttunni með þessum manni en það sýndi mér þó að hann var ekki að leita eftir einnar nætur gamni. Þess í stað hitaði ég kaffi og viðspjölluðum saman alla nótt- ina. Um morguninn fór hann heim til sín og smellti léttum kossi á munn minn í kveðju- skyni. Ég neita þvf ekki að ég var ákaflega stressuð þegar ég mætti í vinnuna á mánudegin- um og vissi ekki við hverju var að búast. Ásgeir var hins vegar mjög af- slappaður og elskulegur við mig og bauð mér út að borða í há- deginu. Flann sagðist vilja hitta mig í næstu viku þegar hann væri búinn að ganga frá sínum mál- um og fluttur í íbúðina sem hann væri búinn að leigja sér til að kynnast mér betur. Mér leist vel á það en því mið- ur var lífið ekki svona einfalt. 28 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.