Vikan


Vikan - 31.10.2000, Qupperneq 30

Vikan - 31.10.2000, Qupperneq 30
•o ■O C/3 03 c *- 03 O C ■*-' O) ^ 03 i_ cc ■O Uelgengní námskeíðsins eíns og f lygasögu Heilsuskóli Planet Pulse hóf starfsemi í haust og meöal þess sem boðið er upp á er námskeið fyrir Kraftakrakka. Námskeiðið er sniðið að þörfum þeirra sem hingað til hafa ekki stundað íþróttir eða hreyfingu af áhuga og eldmóði. Krökkunum er kynnt margvísleg hreyfing og þeim leyft að kynnast því hvernig gera má ánægju- lega hreyfingu að sjálfsögð- um þætti daglegs lífs. inn í þetta er svo fléttað skemmti- legri fræðslu um ýmis heilsutengd málefni. Nám- skeið á borð við þetta hefur sárlega vantað og þótt Gauji litli hafi riðið á vaðið með námskeið fyrir of feit börn þá falla ekki öll þau börn, sem hreyfa sig fulllítið, í þann flokk. að kom illa við marga íslenska foreldra þegar í Ijós kom að okkar börn eru þau feitustu í Evrópu og margt var rætt og rit- að um þessa staðreynd. Móðir tveggja barna segir: „Báðir krakkarnir mínir hafa prófað ótal íþróttir. Það sama er hins vegar alltaf upp á teningnum eftir ákveðinn tíma. Þá byrjar pressan frá þjálfurunum að þau keppi, fari íæfingabúðirogauki æfingarnar. Ákveðinn hópur barna hefur einfaldlega ekki áhuga á að keppa eða ná langt í íþróttum, þau hafa önnur áhugamál sem eru þeim mikil- vægari. Þessi leiðinlega pressa frá þjálfurum sem virðast stefna að því einu aðala upp litla snill- inga veldur því að þau missa alla löngun til að halda áfram. Mínir krakkar vildu bara stunda hreyfingu sjálfum sértil ánægju og heilsubótar. Dóttir mín æfði sund í rúm tvö ár. Þegar skipt var um þjálfara var sá nýi full- viss um að hún gæti náð lengra með meiri ástundun. Hún hafði ekki áhuga á því og þegar hann sá að ekki væri hægt að sann- færa hana um að keppa oftar og leggja harðaraðsér kallaði hann það aumingjaskap. Þá var mér nóg boðið, ég leyfði dóttur minni að hætta að stunda æf- ingar því mér líkar ekki að ein- hver kalli börnin mín aum- ingja.“ Markmiðið að gera iireyf- ingu skemmtilega Dóttir þessarar konu stundar nú æfingar með kraftakrökkun- um í Planet Pulse og líkar vel. Umsjónarmenn námskeiðsins eru þær Dögg Gunnarsdóttir, Dagbjört Eiriksdóttir grunn- skólakennarar og Arngrímur Fannar og Herbert Viðarson tón- listarmenn. Þær voru spurðarað því hvort það væri með ráðum gert að leggja ekki sömu áherslu á samkeppni og árangur og gert er hjá íþróttafélögunum? „Markmiðið er að kynna fjöl- breytta hreyfingu og gera hana skemmtilega," segir Dagbjört. „Námskeiðið miðast ekki endi- lega við börn sem eru of feit heldur erum við að hugsa um venjuleg börn með neikvæð við- horf til hreyfingar. Þau sitja kannski mikiðviðtölvureða fyr- ir framan sjónvarp og foreldr- arnir hafa áhyggjur þess vegna. „Við leggjum áherslu á að námskeiðið er fyrir alla og hver sem er getur komið og verið með. Við viljum kenna börn- unum hvernig hægt er að hreyfa sig án þess að fara í íþrótta- sal,“ heldur Dögg áfram. „Við munum einnig sýna þeim hvað stöðvarnar hafa upp á að bjóða. Krakkarnir hafa þegar reyntým- islegt og við höfum spurt þau hvað þeim hafi líkað best. í Ijós kom að þeim þótti ekkert eitt betra en annað, allt var jafn- skemmtilegt. Á námskeiðinu er boðið upp á viðtal við Ólaf Sæ- mundsson, næringarfræðing sem gefur góð ráð." „Hann kynnireinnigfólki bók sína Lífsþróttur, næringarfræði almenningsen hana fá allirsem koma á námskeiðið," bætir Dagbjörtvið. „Hugmyndin erað kynna börnunum aðeins bók- ina. Hún er mjög fræðileg og til að gera hana aðgengilega börnum höfum við útbúið verk- efni sem hjálpa þeim að skilja hana betur og koma einnig til með að auðvelda þeim að not- færa sér þann fróðleik sem í henni er að finna síðar meir." „Langtímamarkmið nám- skeiðsins er að gera hreyfingu að hluta af daglegu lífi.“ segir Dögg. „Við gerum okkur grein fyrir að eitt námskeið nægir ekki til að svo megi verða og boðið verður upp á annað námskeið eftir áramót. Það kemur mér reyndar á óvart hversu mörg börn koma ein á þetta nám- skeið. Ég þekki það úr starfi mínu á félagsmiðstöðvunum að krakkar fara yfirleitt tvö og tvö saman eitthvert út eða í hópum. Strákar eru líklegri til að fara einir en stelpur en yfirleitt vilja þau hafa vini sína með sér til stuðnings. En til okkar hafa 30 Vikan
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.