Vikan - 31.10.2000, Síða 44
8. kafli
etta þýðir ekkert, þú
getur ekki svikist und-
an merkjum og sagt
upp vinnunni, sagði
Charlotte þreytulega við sjálfa
sig eftir að hafa farið hvað eft-
ir annað í huganum yfir atburði
helgarinnar. Hún hafði fengið
yfirlit frá bankanum á föstu-
dagsmorgninum og séð sér til
mikillar skelfingar að skuldin
lækkaði lítið þótt hún borgaði
og borgaði vegna þess að vext-
irnir voru svo háir. Það var úti-
lokað að hún gæti hætt í vinn-
unni, hvorki samvisku sinnar
vegna né peningalega. Hún varð
einfaldlega að bíta á jaxlinn og
halda áfram.
Hún var þreytuleg þegar hún
ók í vinnuna á mánudagsmorg-
uninn. Hún átti bágt með að
þola svona mikla streitu ofan á
allt það sem á undan var geng-
ið. Taugar hennar voru þandar
og tilfinningarnar eins og opið
sár.
Enn einu sinni virtist gæfan
brosa við henni. Daniel var far-
inn til London þar sem hann var
í samstarfi við annan lögmann.
„Þeireru að vinna að máli fyr-
ir einn af skjólstæðingunum
sem við fengum eftir fjölmiðla-
fárið í kringum Vitalle málið,"
sagði Richard þegar hann kom
inn á skrifstofuna hennar. ,,Er
allt í lagi með þig?“ spurði hann
svo. ,,Þú ert þreytuleg, ertu viss
um að þú vinnir ekki of mik-
ið?"
Charlotte hristi höfuðið.
[ hádeginu borðaði hún með
Margaret sem kvartaði undan
því að hún hefði litla stjórn á
starfsfólkinu á „vöggustof-
unni".
,,Satt að segja hvarflar það
stundum að mér að þau séu
ennþá börn en ekki fullorðið
fólk.“
„Kannski hjálpar nafnið á
skrifstofunni þeirra ekki upp á,“
sagði Charlotte.
„Kannski þú hafir rétt fyrir
þér. Kannski er ég að verða
gömul. Hvenær kemur Daniel
aftur?"
,,Ég veit það ekki,“ svaraði
Charlotte stuttaralega. Margar-
et hleypti brúnum og leit undr-
andi á hana.
Hún gat ekki sofið og hafði
sama og enga matarlyst. Og
ekki nóg með það, líkami henn-
ar brást við eins og hún væri
óvinurinn en ekki Daniel.
Hún vaknaði upp á nóttunni
með bragðið af kossum hans á
vörunum og hana verkjaði af
löngun eftir honum. Það þýddi
ekkert fyrir hana að þylja yfir
sjálfri sér ótai ástæður þess að
það væri óhollt fyrir hana að
hugsa þannig.
Dagarnir voru ekki svo slæm-
ir. Á daginn gat hún að minnsta
kosti haft smá stjórn á sálu
sinni og líkama með því að
hugsa til Patriciu Winters. Á
næturnar voru tilfinningar
hennar aftur á móti berskjald-
aðar. í svefni báru tilfinning-
arnar skynsemina ofurliði og
draumar hennar voru sambland
minninga og þrár. Það var þess
vegna ekkert skrýtið þótt starfs-
félagar hennar væru farnir að
koma með athugasemdir um að
hún væri þreytuleg. Vandamál-
ið var að hún gat einfaldlega
ekki hætt að elska Daniel hvern-
ig sem hún reyndi.
Hann kom til baka í miðri vik-
unni, degi fyrr en búist hafði
verið við. Charlotte brá þegar
hún sá hann. Honum leið
greinilega ekkert beturen henni
og brosið sem var honum svo
tamt var víðsfjarri.
„Ertu á bílnurn?" spurði hann
um leið og hann kom inn á skrif-
stofuna.
Hún kinkaði kolli og hann
sagði stuttur í spuna: ,,Það er
gott, ég þarf bæði á bílnum og
þér að halda.“
Hann fór fram áður en hún
kom upporðiog ætlaðistgreini-
lega til þess að hún elti hann.
Bíllinn stóð við torgið. Hún
leit spyrjandi á Daniel og rétti
honum lyklana.
,,Nei, það er betraaðþú keyr-
ir,“ sagði hann og bætti við:
,,John Balfour dó í gærkvöldi.
Það var hringt í mig frá hjúkr-
unarheimilinu í morgun. Ég lét
vita áður en ég fór hvar hægt
væri að ná í mig í síma vegna
þess að hann var búinn að vera
veikur í nokkra daga. Ég er
skiptaráðandinn hans og ég
verð að fara í gegnum eigur
hans.“
Rödd hans var þreytuleg.
Charlotte gerði sér grein fyrir því
að hann hafði litið á John Balfo-
ur sem vin ekki síður en skjól-
stæðing. Hún settist þögul inn
í bílinn.
,,Ég tók fyrstu lest til baka.
Ég hefði getaðfarið heim og náð
í bílinn en satt að segja held
ég að ég sé ekki góður bílstjóri
þessa stundina."
,,Þér þótti vænt um John,“
sagði Charlotte hikandi.
,,Já, það má segja að hann
hafi verið síðasti tengiliður
minn við Lydiu. Þau voru nánir
vinir. Satt að segja grunar mig
að þau hafi eitt sinn verið
elskendur."
Sem beturfór rataði Charlotte
aftur á hjúkrunarheimilið. Hún
var óþægilega meðvituð um ná-
lægð Danielssem sat hljóðurvið
hlið hennar. Það var greinilegt
að hugur hans var allur hjá John
Balfour.
Samúðin varð reiðinni yfir-
sterkari. Kannski var það rétt að
hann elskaði hana ekki, kannski
hafði hann það á samviskunni
að hafa blekkt hana en það lék
enginn vafi á tilfinningum hans
til mannsins sem var nýlátinn.
Um leið og þau komu á hjúkr-
unarheimilið var þeim fylgt inn
I herbergi John Balfours.
Herbergið var tómlegt án
hans. Ef mér líður svona eftir að
hafa aðeins hitt hann einu
sinni, hvernig skyldi þá Daniel
líða? hugsaði Charlotte meðan
hún fylgdist með Daniel ganga
um gólf.
„Hann skyldi ekki margt eft-
ir sig,“ sagði forstöðukonan.
„Bara það sem er í skrifborðs-
skúffunum ogsvoauðvitað hús-
gögnin. Við leyfum vistmönnun-
um að koma með nokkra per-
sónulega muni með sér til þess
að þeim líði betur."
Forstöðukonan skildi þau eft-
ir ein og meðan Daniel fór í
gegnum skúffurnar í gamla
skrifborðinu velti Charlotte því
fyrir sér hvers vegna hann hefði
tekið hana með sér.
„Átti John stóra fjölskyldu?"
spurði hún varlega. Hún þoldi
ekki þögnina sem var þrúguð
af sorg og sársauka.
„Einhverja fjarskylda ætt-
ingja, það er allt og sumt. Hús-
gögnin hansgeta farið í geymslu
til þess að byrja með. Það er nóg
geymslupláss heima hjá mér.“
Hann tók lykil úr einni skúff-
unni, leit í kringum sig, teygði
hendina undir rúmið og dró
þaðan þungan trékistil.
Ung stúlka færði þeim kaffi
og Charlotte hellti í bollana
þeirra. Svo mikil sorg lýsti sér í
andliti Danielsaðöll reiði henn-
ar gagnvart honum fauk út í veð-
urogvind. Þaðvarekki hægtað
komast hjá því að finna til með
honum. Hún komst við þegar
hún sá hvernig hann snerti hlut-
ina og myndarammana.
Ég vona að einhver eigi eftir
að fara í gegnum það sem ég
skil eftir mig svo nærgætnum
höndum þegar þar að kemur,
hugsaði Charlotte og kyngdi
kekkinum í hálsinum. Allt í einu
heyrði hún Daniel draga djúpt
44
Vikan