Vikan - 31.10.2000, Qupperneq 46
sagði Daniel og benti á þröng-
an, holóttan vegsem lá út af að-
alveginum.
Charlotte hafði ekki gert sér
neinar hugmyndir um hvernig
hann byggi. Helst hefði hún
giskað á að hann byggi í ein-
hverju af gömlu, nýuppgerðu
húsunum í miðbænum, eða
gömlu einbýlishúsi frá Viktoríu-
tímanum. Hún hafði svo sann-
arlega ekki átt von á því að hann
byggi í gamalli hlöðu.
,,Ég keypti húsið án þess að
hugsa mig um,“ sagði Daniel
eins og hann sæi hvað hún var
að hugsa. ,,Ég rakst á það fyrir
þremur árum og féll kylliflatur
fyrir því. Fyrri eigendur höfðu
látið hanna breytingarnar en
ákváðu að flytja úr landi áður en
framkvæmdir hófust. Bakhlið-
in, sem snýr í suður, er næst-
um því eingöngu úr gleri og út-
sýnið þaðan er stórkostlegt.
Þetta hús er mjög sérstakt. Ég
veitekkertfallegraen þegarsól-
argeislarnir glampa á gömlum
timburveggjunum." Framhlið
hlöðunnar var hlaðin úr gulum
múrsteini og gluggarnir voru
blýlagðir.
Hún ók upp að húsinu eftir
þröngum stíg. Lágvaxinn runna-
gróður umkringdi fallegan garð-
inn. í honum voru grónar gras-
flatir og óregluleg blómabeð.
Hún gat ímyndað sér að á sumr-
in væri garðurinn ævintýraheim-
ur lita og lyktar.
Hún stöðvaði bílinn og beið
eftir því að Daniel færi út. Allt
í einu sneri hann sér að henni
ogsagði: „Viltu borða með mér,
Charlotte?"
Borða með honum.
Hún starði á hann, steinhissa
á boðinu, og hjartað sló hraðar
í brjóstinu á henni. Þreytu-
drættirnir í andliti hans bentu
til þess að dagurinn hefði verið
honum erfiður. Hann var sorg-
mæddur og treysti sér greini-
lega ekki til að vera einn.
Hana langaði mesttil þessað
afþakka boðið, segja honum að
hún væri ekki sársaukastiIlandi
lyf ætlað til þess að deyfa til-
finningar sem honum þætti
óþægilegt að fara í gegnum. En
eins og alltaf, þegar hún var í
návist hans, var heilbrigð skyn-
semi víðsfjarri.
Fingur hennar voru greinilega
færir um að taka eigin ákvarð-
anir. Þeir losuðu um öryggis-
beltið og drápu á bílnum. Fæt-
ur hennar virtust einnig hafa
sjálfstæðan vilja. Hún stóð allt
í einu fyrir utan bílinn án þess
að hafa ætlað sér það.
„Viðförum þessa leið.“ Dani-
el stóð við hliðina á henni og
leiddi hana á bak við húsið.
Sólin var að ganga til viðar
en birtan var nógtil þess aðhún
gat séð hvað hann átti við.
Arkitektinum hafði tekist vel
upp. Öll bakhlið hússins var í
raun og veru úr gleri, sem var
brotið upp á stöku stað með
upprunalega viðnum og múr-
steinum. Þessi blanda gamall-
ar og nýrrar hönnunar rann fal-
lega saman.
Daniel opnaði dyrnar.
„Gakktu í bæinn," sagði
hann og kveikti Ijósin. Charlotte
gekk á eftir honum inn í rúm-
gott eldhús.
Hér höfðu gömlu loftbitarnir
og múrsteinarnir verið látnir
standa. Eldrauð, gömul elda-
vél fyllti upp í gríðarstórt, gam-
alt eldstæði. Eldhússkáparnir
voru úr óbæsaðri, kalkborinni
eik.
Gólfið var lagt bónuðum
steinflísum. Það hefði getað
verið kuldalegt en var það alls
ekki. Það var ekki erfitt að gera
sér í hugarlund glaða og káta
fjölskyldu una sér vel í þessu
herbergi.
Það er aftur á móti ekki auð-
velt að sjá Patriciu Winters fyr-
ir sér í þessu heimilislega og
notalega umhverfi, hugsaði
Charlotte með sér.
„Jæja, hver er dómurinn?"
Hún hrökk við þegar hún
heyrði rödd Daniels. Hún gat
hvorki hrært legg né lið og eld-
roðnaði. Hverniggat hann vit-
að um hvað hún hafði verið að
hugsa? En svo uppgötvaði hún
að hann var að tala um húsið
en ekki Patriciu Winters.
„Þetta er yndislegt, “ sagði
hún.
Hann brosti hlýlega.
„Bíddu bara þangað til þú
sérð útsýnið af efri hæðinni,"
sagði hann. „Það á engan sinn
líka. Sérstaklega snemma á
morgnana, við sólarupprás ..."
Þau horfðust í augu og það
var eins og hvorugt þeirra vildi
verða fyrri til að líta undan.
Charlotte uppgötvaði að hún
var þurr í munninum. Hjartað
hamaðist í brjóstinu á henni.
Var það bara ímyndun, eða
gat hún í raun og veru fundið
lyktina af hörundi hans?
„Það er ekki nóg að bjóða þér
í mat. Það er eins gott að það
sé til eitthvað að borða."
Orðin voru hversdagsleg en
röddin hafði sömu áhrif á hana
og hann hefði snert hana.
Hún horfði á hann opna ís-
skápinn, minnast eitthvað á
pasta, heyrði sig svara ein-
hverju, horfði á hann taka mat
úr (sskápnum, skápum og
skúffum. Hún hreyfði sig ekki
úrsporunum ... hún varekki fær
um það.
Hvað var eiginlega að henni?
Hún hafði oft verið ein með hon-
um án þess að bregðast svona
við. Gottogvel, hún þráði hann,
elskaði hann, en þetta var ein-
um of mikið. Það var engu lík-
ara en hver einasta fruma í lík-
ama hennar væri ófær um ann-
að en að virða hann fyrir sér og
drekka hann í sig. Þetta var eitt-
hvað sem hún réð ekki við.
Henni fannst hún aldrei fyrr
hafa fundið lyktina af tómötum,
kryddi og kjöti og hún hélt
áfram að virða Daniel fyrir sér
meðan hann hellti víni í glös.
Þegar hann rétti henni glasið
var það heitt undan snertingu
fingra hans. Hann var svolítið
rjóður í kinnum, ef til vill frá hit-
anum af eldavélinni... Hún lyfti
glasinu að vörunum óstyrkum
höndum. Vínið var bragðmikið
og gott og hún þurfti ekki ann-
að en að loka augunum til þess
að sjá fyrir sér ítalska sveit,
frjósama, rauða jörð, gamlar
byggingar og dökkgræna skóga.
Hvað var eiginlega að henni?
Hvers vegna voru allar skynj-
anir hennar svo ofurnæmar?
Hún virti Daniel fyrir sér þeg-
ar hann gekk til baka að elda-
vélinni.
Hann hafði ekki beðið hana
um hjálp. Honum fórst elda-
mennskan vel úr hendi eins og
hún væri honum eðlileg. Hand-
tökin voru sem beturfór laus við
sýndarmennskuna sem hún
hafði svo oft séð í vinahópi
Bevans þegar þeir stærðu sig
af hæfileikum sínum í eldhús-
inu. Daniel var enginn „uppi“
sem sá ástæðu til þess að nota
kunnáttu sína til þess að ganga
í augun á kvenfólkinu.
Hún hrökk upp úr þessum
þönkum þegar hann leit við og
horfði á hana eins og hann vissi
um hvað hún væri að hugsa.
„Get ég ekki hjálpað þér?“
spurði hún hikandi. „Égget lagt
á borðið ..."
Hann hristi höfuðið.
„Við skulum borða inni í
stofu. Ég ætla að kveikja upp í
arninum. Viltu hafa auga með
matnum á meðan?“
Hver einasta taug var spennt
þegar hún gekk að eldavélinni.
Það var eins og taugar hennar
væru fínstillt tæki sem fram-
kvæmdi undarlegustu hluti.
Þegar hann var farinn fram
reyndi hún að hrista af sérslen-
ið.
Hún minnti sjálfa sig á að
hann þráði félagsskap hennar
þessa stundina en hún væri
bjáni ef hún ímyndaði sér að
hún skipaði einhvern sérstak-
an sess í tilveru hans.
Hún skynjaði nærveru hans
um leið og hann kom inn í eld-
húsið aftur.
„Þetta er næstum því tilbú-
ið,“ sagði hann.
Hún fann matarlyktina og
vissi að hún ætti að vera svöng
en tilfinningar hennar voru
hungrinu yfirsterkari. Daniel lét
matinn ogallttilheyrandi ástór-
an hjólabakka.
„Stofan er hérna," sagði
hann.
Hún gekk á eftir honum út
úr eldhúsinu og inn í stórt hol
sem skipti húsinu í tvennt.
Veggirnir voru klæddir gulum
panel og gömul, stífbónuð eik-
arkista stóð upp við einn vegg-
inn. Fyrir ofan hana hékk mál-
verk af konu.
„Þetta er Lydia,“ sagði Dani-
46
Vikan