Vikan - 28.11.2000, Side 45
Varla hvarflaði það að henni að
hann myndi yfirgefa Ingibjörgu
fyrir hana. Og missa af öllum
arfinum! Hún hlyti að sjá það,
konan, að hún væri einungis
stundargaman í hans huga.
Þegar Jónatan stóð á tröpp-
unum fyrir framan íbúð Evu
nokkrum dögum síðar var hann
harðákveðinn í að segja henni
að þau myndu einungis verða
vinir. Hún virtist líta öðrum aug-
um á samband þeirra en hann
og til að fyrirbyggja allan mis-
skilning var best að Ijúka þessu
af strax. Um leið og hún opn-
aði dyrnar gleymdi hann Ingi-
björgu og öllu sem tengdist
henni. Fyrir framan hann stóð
guðdómleg gyðja. Eva stóð fyr-
irframan hann íklædd rauðum,
kynæsandi og stuttum
kjól og var með epli
í hendinni. Þau
eyddu deginum
í svefnherbergi
Evu en um
kvöldið var
kominn tími til
að halda heim á leið.
Hann sagði Evu að
hún mætti aldrei
hringja til hans á skrifstofuna
eða heim til hans. Hún mætti
yfirhöfuð ekki reyna að ná sam-
bandi við hann. Hann ætlaði
að hafa samband við hana. Hún
kyssti hann og sagðist vona að
hann væri hamingjusamur.
Næstu daga á eftir komst
ekkert annað að í huga hans en
Eva og eftirmiðdagarnir sem
þau áttu saman. Hún var það
fyrsta sem hann hugsaði um
þegar hann vaknaði og það síð-
asta sem flaug í gegnum huga
hans áður en hann lokaði aug-
unum.
,,Um hvað ertu eiginlega að
hugsa?“ spurði Ingibjörg í
áhyggjufullum tón þegar hún
lagðist við hliðina á honum eitt
kvöldið.
,,Ekki neitt sérstakt," svar-
aði Jónatan. „Það er bara svo
mikið að gera á skrifstofunni
og ég þarf að sinna mörgu á
morgun. Góða nótt," sagði hann
um leið og hann sneri baki í
Ingibjörgu.
„Góða nótt," sagði hún von-
svikin.
Um leið og hún var sofnuð
sneri hann sér við og horfði á
hana.
Hann gat alls ekki sofnað
heldur lá andvaka fram eftir
nóttu og hugsaði um Evu. Hvað
hann vildi að hún lægi hér við
hliðina á honum í stað Ingi-
bjargar. í fyrsta skipti í sinni
tíu ára hjúskapartíð fór
að hann að spyrja
hún yrði sár og reið ef hann
myndi fara fram á skilnað. Nei,
hún yrði tryllt. Ekki það að hún
myndi sakna hans. Hún þoldi
bara afskaplega illa að fá ekki
að taka allar ákvarðanir í þessu
hjónabandi. Hún myndi koma
því þannig fyrir að hann fengi
hvergi vinnu í þessari atvinnu-
grein. Hún þekkti það margra
forstjóra og framkvæmdastjóra.
Við hvað gæti hann starfað?
Hann hafði litla menntun og
auðvitað fékk hann starf sitt
bara vegna þess að hann var
giftur henni.
Hann gæti orðið
leigubílstjóri,
það hefð
verið rétt
honum að giftast
hinni ríku einkadóttur og erf-
ingja þessara gífurlegu auðæfa,
Ingibjörgu. Auðvitað hafði vit-
neskjan um arfinn haft mikið að
segja um þá ákvörðun aðgiftast
henni. Lífið sem hún bauð upp
á var afskaplega þægilegt. En
veröldin sem snerist ekki bara
um peninga og vellystingar
bauð upp á aðra hluti. Kannski
að ást, kynlíf og umhyggjusemi
réðu þar ríkjum. Þetta voru tveir
aðskildir heimar sem báðir
höfðu sína kosti og galla.
Áður en hann vissi af var
hann farinn að geta hugsað sér
að skilja við Ingibjörgu. Fyrir
Evu og fyrir sjálfan sig. Hann
horfði á andlit eiginkonu sinn-
arþarsem hún lásofandi. Hvað
greiðslumað-
ur eða kannski
gæti hann aftur
fengið vinnu sem
handlangari í bygginga-
vinnu. Hann hafði verið starfa-
andi í þeim geira þegar hann
hitti Ingibjörgu. Allt í einu fór
hann að hugsa um litlu íbúð-
ina hennar Evu. Var hann til-
búinn að fórna sex hundruð fer-
metra einbýlishúsinu og flytja
inn í íbúð sem var jafnlítil og
forstofan í húsinu hans? Nei,
nei, nei. Núna var tímabært að
gleyma Evu og ástarfundum
þeirra. Hann var ekki tilbúinn
að fórna lífsstíl sínum.
„Jónatan," hvíslaði einkarit-
arinn hans þegar hann mætti á
skrifstofuna næsta morgun,
klukkan korter yfir níu. „Hing-
að hringdi ung stúlka sem vildi
ná tali af þér. Hún vildi ekki
segja til nafns en vildi ólm fá
að vita hvar þig væri að finna.
Og það skrýtna við þetta sím-
tal var að hún var alltaf að tala
um einhverja paradís ..." Ritar-
inn horfði sérkennilega á hann.
„Paradís," hváði Jónatan.
Hverniggat hún gert mér þetta?
hugsaði hann með sér.
Skyndilega brosti Jónatan.
„Þetta hefur áreiðanlega verið
einn af þessum ofstækisfullu
trúboðum í sértrúarsöfnuði. Ef
hún hringir aftur eða einhver
annar sem þú heldur að sé með
slíkt erindi segir þú þeim bara
að ég sé ekki við."
„Ég gæti þess að þeir nái
ekki sambandi við
þig," lofaði ritar-
inn sem virtist
sættasigviðskýr-
ingu Jónatans á
símtalinu.
Jónatan gekk
inn á skrifstofuna sína
og átti erfitt með að
koma reiðu á hugsan-
ir sínar. Hvað var að
gerast með Evu? Hún
vissi um tengsl hans
við fyrirtækið og að hún mætti
alls ekki hafa samband við
hann. Hún hafði sagt við hann
að hún myndi aldrei koma hon-
um í svo pínlega stöðu. Allt í
einu mundi hann eftir því að
hún hafði sagst ætla að þegja
yfir sambandinu, a.m.k. í upp-
hafi. En þetta gekk ekki svona.
Upphafið var greinilega búið og
við blöstu bara endalok sam-
bandsins.
Það reyndist meira en erfitt
fyrir Jónatan að einbeita sér í
vinnunni þennan dag. Hann ið-
aði í skinninu eftir að heyra í
Evu og binda enda á þessa vit-
leysu. Allt í einu fann hann
kvíðatilfinningu heltaka sig.
Hann kom sjálfum sér reyndar
á óvart því allt í einu var hann
farinnaðsakna Ingibjargar. Eða
öllu helduröryggisinssemsam-
Vikan 45