Vikan


Vikan - 28.11.2000, Síða 56

Vikan - 28.11.2000, Síða 56
Ást á Netinu Kærí Póstur Mig langar að byrja á því að þakka fyrir gott blað. Ég hlakka alltaf til að fá Vikuna inn um lúguna hjá mér og ég les hana upp til agna. Ég skrifa þér út af vandamáli sem mér gengur illa að leysa. Þannig er mál með vexti að ég er hrifin af manni sem ég kynnt- ist á Netinu. Ég prófaði aðfara inn á spjall- rás í sumar og fannst það mjög skemmti- legt. Mjögfljótlega kynntistégskemmtileg- um manni sem kallar sig ,,funboy“ og hann kenndi mérað komastinn í svokallað spjall- hólf þar sem við getum skrifast á án þess að nokkur sjái hvað okkur fer á milli. Hann er bandarískur og er á svipuðum aldri og ég. Hann er búinn að senda mér mynd af sér og mér líst mjög vel á hann. Við eigum líka sömu áhugamál og virðumst smellpassa saman. Nýlega bauð hann mér að koma í heim- sókn til sín og mig dauðlangar að fara en er samt pínulítið smeyk við að fara alla leið til Bandaríkjanna og hitta mann sem ég hef í raun aldrei talað við. Vinkonum mínum finnst þetta algjört brjálæði og vilja alls ekki að ég fari. En ég er rómantísk í eðli mínu og hef það sterklega á tilfinningunni að ég sé búin að finna ástina mína. Á ég að fylgja innsæi mínu eða hvað? Með von um skjót svör, Magga Kæra Magga Á tímum örrar tækniþróunar hefur orðið bylting í samskiptum fólks og fjölmargir einstaklingar hafa notfært sér Netið til öfl- unar á upplýsingum og þjónustu eða hrein- lega til þess að kynnast nýju fólki. Við höf- um öll heyrt sögur af einstaklingum sem hafa kynnst og orðið ástfangnir ( gegnum Netið og er allt gott um það að segja. Hins vegar getur þessi samskiptamáti verið varasamur. Fólk getur hæglega villt á sér heimildir og gefið upplýsingarsem eru ekki réttar, t.d. logið til um kyn, aldur, starf eða jafnvel þjóðerni. Þess eru mýmörg dæmi. Þóég vilji ekki leggja dóm á vin þinn, þá myndi ég í þínum sporum fara afar var- lega. Ég myndi ekki fara til Bandaríkjanna undir þessum kringumstæðum heldur þróa sambandið betur í lengri tíma og jafnvel stinga upp á því að þið talið stundum sam- an í síma. Þú gætir hugsanlega kynnst hon- um betur með því móti. Þrátt fyrir að útlit skipti aðsjálfsögðu ekki öllu máli þáskaltu samt hafa hugfast að þótt hann hafi sent þér mynd, er allsekki víst að hún sé af hon- um. Margar konur hafa orðið fórnarlömb slæmra manna sem stunda þá iðju að vafra um á Netinu í þeim tilgangi að kynnast sak- lausum konum og féfletta þær eða fara illa með þær tilfinningalega. Þú ertgreinilega búin að vera í samskipt- um við „funboy" í nokkra mánuði ogeflaust myndi þig nú vera farið að gruna að ekki m væri allt með felldu, ef svo væri. Mér finnst nafngift- in sem hann velur sér bera vott um kæruleysi og að hann sé frekar ung- ur. Oft er hægt að lesa nokkuð um við- kom- andi fólk út úr þeim nöfnum sem það kýs að ganga undir á Netinu. Þó vil ég alls ekki alhæfa neitt í þeim efnum. Það er möguleiki á að þetta sé hinn viðkunn- anlegasti maður, en farðu varlega fyrir alla muni. Það væri öllu nær að þú myndir stinga upp á því að hann kæmi til íslands. Þannig ert þú öruggari, heldur en ein á ferð í Bandaríkjunum á stefnumóti við blá- ókunnugan mann. Gangi þér vel. Spurningar má senda til „Kæri Póstur“ Vikan, Seljavegi 2, 101 Reykjavík. Farið er með öll bréf sem trúnaðarmál og þau birt undir dulnefni. ■■■^B Netfang: vi 56 Vikan

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.