Vikan

Útgáva

Vikan - 15.02.1973, Síða 7

Vikan - 15.02.1973, Síða 7
MIG DREYMDI DANSAÐ VIÐ EYSTEIN Heill og sæll draumráðningamaður! Eg skrifa þér nú vegna draums, sem mig dreymdi í ágúst í sumar, og langar mjög mikið að fá ráðningu á, vegna þess hve hann var óvenjulega skýr. É'g hef ekki getað gleymt honum. Ég hef ekki skrifað ykkur fyrr, vegna þess að mig dreym- ir sjaldan, og þegar það gerist, þá er það venjulega óskýrt rugl, sem gleymist fljótt. En draumurinn var á þessa leið: Ég var stödd í Reykjavík í einhvers konar samkvæmi, Inni var hálfdimmt. Fólk var að dansa á gólfinu. Til mín kom lágvaxinn maður og bauð mér upp. Vegna dimmunn- ar sá ég ekki hver hann var, en hann dansaði mjög vel. Eftir dálitla stund leit hann upp. Þá sá ég, að þetta var Eysteinn Jónssön alþingismaður, en hann leit ekki út eins og hann lítur raunverulega út, heldur eins og Halldór Pét- ursson listmálari teiknar af honum skopmyndir! Hann var mjög glaðlegur á svipinn og fjörugur (í draumnum var ég það líka). . Við dönsuðum góða stund. Mér fannst að úr salnum lægi stigi í hálfhring upp á loft. Við gengum upp stig- hefði orðið af Eysteini, en ég brosti bara og vildi ekkert ann og hélt hann utan um mig á leiðinni. Við komum í bjartan sal, sem var tómur að öðru leyti en því, að gólfið var þakið eins konar hólum eða litlum gígum, sem voru um það bil hálf mannhæð á hæð. Ég vissi, að þeir voru holir að innan. Fylgdarmaður minn iðaði svo af fjöri og kátínu, að á endanum stakk hann sér á höfuðið í einn gíg- inn. Svo var ég allt í einu komin út fyrir húsið og gekk svo inn í danssalinn aftur. Fólk fór þá að spyrja mig, hvað hefði orðið að Eysteini, en ég brosti bara og vildi ekkert um það tala. Það var svo mikill léttleiki og kátína yfir þessum draumi. Ef þið birtið þetta, læt ég ykkur ráða, hvort nafni þing- mannsins verður haldið leyndu, en kallið mig bara H.I.K. 32. Es. Rétt er að geta þess, að ég þekki manninn ekki per- sónulega og var sannarlega ekki að hugsa um hann daginn áður en hánn birtist mér í draumi. Kveðjur og fyrirfram þökk. Við sjáum enga ástæðu til að leyna nafni Eysteins, enda getur nafn þess, sem dreymt er skipt verulegu máli. Þetta er allra skmmtilegasti draumur og sannarlega kúnstugur. Nafnið Eysteinn merkir gleði, svo að draumurinn hlýtur að spá góðu. Þig dreymir hann reyndar í ágúst í sumar, en engu að síður teljum við gígana eindregið benda til þess, að hann fjalli um eldgosið í Eyjum. Við ráðum drauminn þannig, að miklu betur rætist úr málefnum Vestmannaey- inga og þar með þjóðarinnar allrar en nokkur getur ímynd- að sér á þessari stundu. AUGU GUÐS - A BARNUM Kæri draumráðandi! Fyrir nokkru dreymdi mig draum, sem ég hef mikinn hug á að fá ráðinn. Mér fannst ég vera stödd á nokkurs konar bar, og við endann á barborðinu sat eldri maður, sem var að ég held barþjónn. Þá opnast dyrnar skyndilega og þar stendur hár dökkhærður maður í bláum strigajakka. Vissi ég sam- stundis, að þetta var Guð. Hann gekk til mín og settist andspænis mér við borðið. Mér fannst sem ég horfði í augu hans, og voru þau blá og einkar fögur. Allt í einu breytt- ust þau í grænar yrjur, þannig að þau voru bæði græn og blá. Þá sagði ég þessa skáldlegu setningu: „Hví bera augu þín lit himins og jarðar?“ Þá svaraði hann: „Vegna þess, að ég elska himin og jörð.“ Síðan varð draumurinn ekki lengri og ég vaknaði. Ein berdreymin. Það er jafnan talið boða frið og hamingju að dreyma Guð. Og öll önnur tákn þessa draums eru sömuleiðis já- kvæð: blá augu, himinn, jörð. Það er meira að segja fyrir óvæntu happi að dreyma að maður sitji að drykkju. Við getum ekki séð, að þessi draumur sé fyrir neinu sérstöku atviki, heldur spá um, að þú lifir hamingjusömu lífi í fram- tiðinni. GLANSANDI HÁR Kæri þáttur! Mig langar að biðja þig að ráða fyrir mig tvo drauma, sem mig dreymdi með stuttu millibili. Sá fyrri var þannig, að mér fannst ég vera búin að lita á mér hárið. Það var fjarska fallegt, gulbrúnt og mjög glansandi. Ég var harðánægð með litinn. Siðari draumurinn var þannig, að mér fannst ég vera að spegla mig og greiða hárið. Þá dettur heilt stykki úr hár- inu á mér. Mér fannst, að ég hefði verið búin að klippa það, sem datt af. Vinkona mín var við hlið mér. Ég sýndi henni þetta og dáðist að litnum, sem var nákvæmlega sá sami og mig hafði dreymt í fyrri draumnum. Mér fannst hárið á mér fara vel, þótt þetta stykki dytti af því! Ég vona fastlega að þú ráðir fyrir mig þessa drauma. Með fyrirfram þakklæti. Fjögurra barna móðir. Þessi draumur hefur víst legið hjá okkur í tvo mánuði, en við ætlum samt að gera honum skil. Vert er að taka það fram, að svo mikið berst af draumum, að við komumst ekki yfir að ráða nema örlítið brot af þeim, þótt þátturinn sé nú helmingi lengri en áður. Hlýtur alltaf nokkur til- viljun að ráða, hvaða draumar verða fyrir valinu. — Vel greitt og fallegt hár táknar auðlegð og sæmdarlíf. Við teljum ekki, að draumarnir standi í neinu sambandi við núverandi ástand þitt, sem þú minntist á innan sviga. Hins vegar verðurðu fyrir einhverju, ef til vill óvirðingu eða skaða, sem kemur mjög illa við þig í fyrstu. Síðar sættirðu þig fullkomlega við það, enda kemur í ljós, að það hefur í för með sér kosti engu síður en galla.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.