Vikan - 15.02.1973, Side 32
- Þú varst að tala um hann
Eddie. Þykir þér væntum hann?
- Þvkir og þvkir ekkr. Auðvitað
vil ég gjarna giftast eins og allar
aörar konur vilja lika, en eg veil
bara ekki á hverju við ættum aö
lifa. Svo að það er vist nógur timi
til stefnu. Að minnsta kosti hugga
ég mig við það, þó að ég sé ekki
komin með neinn hring enn.
- Það er nú nokkuð, sem ekki er
vert að hrapa að, Bridey.
- Rétt segið þér, ungfrú. Og úr
þvi ég er búin að biöa svona lengi,
þoli ég að biða dálitiö lengur.
Við vorum nú komnar stiginn á
enda og gengum eftir gras-
vellinum, sem hallaði undan fæti
og að bakhliðinni á húsinu. Allt
var þarna svo grænt og yndislegt.
Þetta var sannarlega eign, sem
hægt var að vera hreykin af, þrátt
fyrir einkennilega hegðun sums
fólksins, sem þarna átti heima.
Og enda þótt dimmt væri yfir,
tókst mér að ganga framhjá
eitursvepparunnunum án þess aö
fara að skjálfa. Þeir voru svo háir '
og tignarlegir og kannski var
þessvegna sem faðir minn var
svo hrifinn af þeim. Én svo
beindust hugsanir minar að Polly
frænku.
- Bridey, sagði ég, - hefuröu
nokkuö séö eða heyrt hana Polly
frænku, sfðan ég kom hingað?
-Nei, alls ekki. Ég er jafnhrædd
að hitta hana og ég væri að sjá
útburð eða einhverja aðra
váheiðu. sem spáði manni dauða
- Ekki held ég nú aö það sé
vert aö setja Polly trænku neilt i
samband við dauðann, Bridey.
Ég held hún sé bara meinleysis-
kelling.
-Meinlaus kann hún að vera, en
gömul er hún ekki, sagði Brjdey. -
En hún er sveipuð einhverjum
vfðum hjúp, sem flaksast frá
henni, rétt eins og hún kæmi beint
upp úr gröfinni. Þeir sem hafa séð
hana, fullyröa, að hún sé draugur.
Og nú er einmitt rétta veðriö til að
sjá drauga. Svi dimmt og drunga-
legt. Nú vantar ekki annaö en
þoku og hún getur vel komið
bráðum.
- En sú vitleysa I þér Bridey. Ég
vildi, að þú værir ekki að tala
svona. Liklega er Polly frænka
bara einmana og óhamingjusöm
kona.
- Gott og vel, ungfrú. Þaö eru
engir draugar til. Mamma min
blessuð - friður sé með sálu
hennar - sagði þetta lfka meðan
hún var að signa sig og sagöi
fimmtiu sinnum ayemaria, til
þess að reka draugana burt.
Ég hló og tók f hjindina á henni
- Já, nú skulum við hlaupa það,
sem eltir er að husinu.
Rridev rak upp gleðióp og við
tókum til fótanna og komumst að
húsinu talmoöar og þaö meir af
hlátrinum en áreynslunni. Þegar
viðkomum fyrir hornið, sáum við
frú Voorn, sem stóð i
forskálanum og horfði á okkur
með vanþóknunarsvip. Bridey
stanzaði svo snöggt, að ég var
næstum rokin um koll.
- Ég held, að eitthvað hafi
komið fyrir, sagði Bridey. - Og ef
það er mér að kenna, verð ég
flegin lifandi.
Við vorum enn nógu langt frá
henni til þess að geta talað
s^man. - Komdu, Bridey og vertu
ekki hrædd við hana frú Voorn.
Hún veit, aö ég kann vel við þig,
svo að ég er viss um, að hún gerir
þér ekki neitt. En geri hún það, þá
komdu bara til min.
- Þaö skal ég gera, ungfrú. Og
þakka yður fyrir. En ég verð nú
samt hrædd viö þessa gömlu
kráku, svei mér þá. Afsakið þér
orðbragðiö, en það er álfka
ókurteist og ég sjálf.
Frú Voorn sagöi ekkert við
Bridey, sem renndi sér fimlega
fram hjá henni og inn.
- Þér hafið fengið heimsókn,
ungfrú, sagði frú Voorn. - Herra
að finna yður.
- Nú . . .hann hr. Devois? sagði
ég-
- Hefði þetta verið hr. Devois,
hefði ég sagt þaö. Þetta er ungur
maður og nú er hann inni i stofu
hjá móöur yðar.
Ég gat ekki hugsað mér, hver
þetta gæti verið, svo að ég gekk
inn, full forvitni. Ég stanzaði i
dyrunum og sá þá, að þetta var
ungi læknirinn frá Bellevue og
var aö drekka te með móöur
minni. Hann var I jakkafötum og
var bara' verulega laglegur, þvf
að hann var hvorki með barta né
yfirskegg og ekki einusinni höku-
topp. Þetta var óvenjulegt, en ég
kunni vel viö þaö. En samt fékk
ég fyrir hjartað við að sjá hann,
þvf að það gat varla þýtt nema
eitt, sem sé slæmar fréttir af
Ellen Randell.
Hann flýtti sér að standa upp,
þegar ég nálgaðist þau. Mamma
horfði á hann, dálitiö kuldalega.
- Jane, þessi ungi maður segist
vera Michael Wade læknir frá
Bellevue-spitalanum, og hafa
veriö aö stunda Ellen Randell.
- Ég þekki Wade lækni, sagði ég
og reyndi aö láta ekki tauga-
óstyrkinn i mér heyrast. -
Hvernig liöur henni Ellen
Randell, læknir?
- Þér skuluð ekki hafa áhyggjur
af henni, ungfrú Burgess. Henni
Höur ágætlega og fer dag-
batnandi. Hún hefur alveg náð sér
eftir uppskurðinn og sendir vður
beztu kveöjur.
Ég ior ur kapunni og lagöi hana
á stólbak og settist siðan mátt-
leysislega og tók við tebollanum,
sem móðir min hafði hellt I. Ég
setti svo m jólk og Sykur í hann og
saup heitt teið mitt og mér fannst
ég hressast dálitiö við það.
- Ég kom vegna þess, að hún
bað mig að skila þessu ásamt
kveðju sinni, sagði hann. Hún er
merkileg kona, ungfrú Burgess,
og gædd óvenjulegu hugrekki.
- Sér er nú hvert hugrekkið,
hreytti móðir mfn út úr sér. - En
úr þvf að dóttir mfn er hér komin,
þá biö ég yður að afsaka mig,
læknir. Umtal um Ellen Randell,
sem stal barninu mfnu særir rr^ig
meir en ég hef gott af. Ég hef ekki
verið vel hress siðan i morgun, en
þá vaknaði ég með höfuðverk og
ég held, að ég hefði gott af að
leggja mig sem snöggvast.
Wade læknir stóð upp og
hneigði sig, er móðir min gekk
reigingslega út úr stofunni. En þá
færði hann stólinn sinn nær
mlnum og settist.
- Móðir yðar virðist eitthvað
óróleg, sagði hann i samúðartón. -
Ég vona, að koma min eigi ekki
sök á þvi.
- Alls ekki, flýtti ég mér að
segja. - Það er ég, sem er þarna
sökudólgurinn.
- Og hversvegna eiginlega?
- Ég reyndi, en árangurslaust i
morgun að sannfæra foreldra
mina um að þau ættu að fyrirgefa
Ellen Randell þetta, sem hún
gerði.
- Og þau neituðu?
Ég kinkaði kolli. - Móðir min
varð ofsareiö og mér þótti fyrir
þvi, þar sem ég vil ógjarna valda
henni höfuðverk.
- Ég er viss um, að höfuð-
verkurinn verður farinn þegar
hún er búin aö leggja sig.
- Það vona ég lika, sagði ég. -
Þaö var svo fallegt af yður að
koma alla þessa leiö til þess að
hugga mig, læknir. En viljið þér
ekki segja mér, hvað Ellen
Randell sagöi? Og svo hvernig
henni heilsast.
- Jæja, ég var nú við upp-
skurðinn. Mér . . .mér datt f hug,
aö þér vilduð það heldur.
Læknirinn var auðvitað ágætur.
Æxlin . . .tvö voru á stærð við
sitrónu og svo voru nokkur minni.
Við náöum þeim hæglega burt og
hún fann ekkert til. Svo leið henni
illa fyrsta daginn eftir
uppskurðinn, en þó .ekki eins illa
og mörgum konum lfður undir
sömu kringumstæðum. Það var
engin blóöeitrun og blóðið fór
fljótt að komast f samt lag aftur.
32 VIKAN 7. TBL.