Menntamál - 01.10.1933, Side 15
MENNTAMÁL
] 11
uga og ódýra gerð húsanna og vekja áhuga og' skiln-
ing á nauðsyn jiessari í héruðunum. Allvíða liagar svo
lil, að tveir til þrír hreppar geta sameinast um stofn-
un þessa, og er þá auðsær sparnaðurinn, ekki einungis
í stofnkostnaði, heldur og livað allan rekstur snertir.
Sá galli getur auðvitað verið á þessari sameiningu, að
erfitt yrði að nota þennan stað sem starfsheimili allra
félaga á svæðinu. Eg kalla þetta slarfs- og skólahcim-
ili, vegna þess að eg vil láta það gefa nokkra bend-
ingu um það, að allra liluta vegna þarf starfið að eiga
þar lieima. Það þarf að komast mcira inn i alla fræðslu
barnanna og unglinganna cn nú er, bæði í sjálfsstarfi
Jjeirra i venjulegu bóknámi og i öllum áhrifum á
hugsunarliátt þeirra.
Annars skal ekki fjölyrl um liina venjulegu barna-
fræðslu og nauðsynlegar breytingar á henni yfirleftt
í skólum landsins, en kennurum er það full-ljóst, að
fyrirkomulag kennslu, kennslubækur og val námsefn-
is þarf að 1‘ærast í annað horf. Nema þarf burt hin
þurru og tilgangslitlu fræðiatriði, lexíunámið og ])au
próf, sem i raun og veru gefa næsta litla hugmynd
um það, sem mestu máli skiptir, cn sníða nemandan-
um of þröngan stakk, drepa námslöngun hans og á-
huga. Setja i þess stað námsefni, sem nær liggur þörf-
um og kröfum daglegs lifs, og breyta vinnuháttum
þannig, að nemandinn fái að njóta þeirrar gleði og
þjálfunar, sem fæst með ])ví, að starfa sjálfur á cigin
áhyrgð að viðfangsefnum, er hann ræður við og und-
ir leiðsögu kennarans, hlotið ])á leikni og þekkingu,
sem lifið síðar krefst af honum.
Með góðri samvinnu kennara og foreldra munu
þessar nauðsynlegu breytingar koma smátt og smátt.
Hér verða ])að að vera þarfir og kröfur hins síbrevti-
lega lifs, scm visa leiðina á hverjum tíma, ásamt
reynslu og þekkingu.