Menntamál - 01.12.1940, Page 4

Menntamál - 01.12.1940, Page 4
66 MENNTAMÁL Hafliði M. Sæmundsson Kveðja, flutt i kennarastofu Austurbœjarskólans. Hafliði M. Sæmundsson, vinur og starfsfélagi! í þau tíu ár, sem liðin eru síðan þessi skóli tók til starfa, höfum við kennar- arnir komið saman í þess- ari stofu til hvíldar og hressingar, eða til ráða- gerða um vandamál starfs okkar og stofnunar. Öll þessi ár varst þú einn hinn trúasti og áhrifamesti liðs- maðurinn í hópi okkar. Við mætumst því hér yfir lík- börum þinum, í senn hrygg og hrærð í huga yfir svip- legu fráfalli þínu á bezta aldri og glöð í minningunni um hinn ágætasta dreng og frábæran starfsfélaga. Mér er það minnisstætt, þegar við hittumst i fyrsta skipti fyrir tíu árum, áður en skólinn tók til starfa. Okkur varð þá lítilsháttar að ágreiningsefni, hvort þú ættir að hafa aðalkennslu þína um veturinn í bekk, sem þú hafðir kennt áður, eða í öðrum bekk, sem skyldi njóta kennslu á þeim tíma dags, sem þér var stórum hentugri. Þú valdir hiklaust þann kostinn, að kenna þínum börnum, eins og þú kallaðir þau, enda þótt hitt væri þér að öðru leyti miklum mun hagfelldara. Ég lét þig ráða að lokum, nauðugur þó. En mér skildist brátt, er ég sá þig starfa með bekknum þínum, að þaö var engin smámunaleg sérvizka, sem á bak við ósk

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.