Menntamál - 01.12.1940, Page 5
MENNTAMÁL
67
þína lá, heldur skilningur mikils kennara á helgu hlutverki.
Ég dáðist strax þá að stjórn þinni á þessum bekk, ég dáðist
að andrúmsloftinu í stofunni þinni, prúðmennsku og vinnu-
gleði barnanna þinna. Og ég komst síðar æ betur og betur
að raun um, að þessi heillandi bragur var ekki sérstaklega
einkennandi fyrir þessi börn, heldur fyrir þín áhrif. Svona
hefir hver barnahópurinn af öðrum komið fram og starfað
hér í skólanum, undir þinni ástúðlegu og föstu stjórn. — En
þú varst ekki nægjusamur í kröfunum til sjálfs þín, og
hin auðveldu tök þín á börnunum drógu á engan hátt úr
viðleitni þinni til endurbóta á kennsluaðferðum. Eitt helzta
einkenni á viðhorfi þínu til starfsins var heit og alvarleg
þrá eftir því, að gera betur og betur. Þú hafðir lagt á þig
mikið erfiði og fært þunga fjárhagsfórn til að afl'a þér
aukinnar þekkingar og starfstækni. Og þér hafði skilizt,
sennilega betur en flestum okkar hinna, hvílíkir möguleikar
felast í uppeldis- og kennslustarfinu, og hversu tilfinnan-
lega skortir á aðstöðu okkar og mátt til þess að rækja það
eins og bezt yrði á kosið.
Vitundin um öll litlu börnin i þessum bæ og þessu landi,
sem skortir æskilegustu uppeldisskilyrði, olli þér áhyggjum
og sársauka, og þú hafðir ýmiskonar tillögur og ráðagerðir
á reiðum höndum þeim til hagsbóta, sem þér því miður
entist ekki aldur til að koma i framkvæmd.
Þessi skóli hefir mikils misst við fráfall þitt. Börn þessa
bæjar hafa mikils misst. En þyngstur er þó harmurinn
kveðinn að nánustu ástvinunum, eiginkonunni og elsku-
legu, litlu börnunum ykkar. Við flytjum þeim okkar dýpstu
samúð og hluttekningu og biðjum þeim blessunar.
Hafliði! í nafni starfsmanna þessa skóla og kennara
landsins flyt ég þér hinztu kveðju og þakkir. Við þökkum
allt, sem þú kenndir okkur, þökkuð það, sem þú varst okkur
til fyrirmyndar. Við þökkum það, sem þú vannst fyrir mál-
efni okkar og málefni barnanna. Við þökkum vináttu, sam-
starf og viðkynningu.