Menntamál - 01.12.1940, Síða 20

Menntamál - 01.12.1940, Síða 20
82 MENNTAMÁL VI. Hvernig úrlausn vitprófanna breytist eftir kynferði og menningarumhverfi. A. Kynferdi. Prófin eru samhæfð umhverfinu þannig að meðaltal er tekið af úrlausnum mikils fjölda barna, bæði drengja og telpna. Finnst þá meðalgildi þeirra fyrir einhverja félagsheild. Nú liggur sú spurning beint við að spyrja sig að, hvort úrlausnir prófanna séu jafn- góðar hjá drengjum og telpum, á öllum aldursskeiðum, þar sem vitað er, að þroskahraði kynjanna er ekki ná- kvæmlega hinn sami að því er tekur til líkamlegra eigin- leika. Það hefir komið í ljós, að telpur hafa, eftir Binet- prófunum, yfirleitt hærri greindarvísitölu en drengir. — Reyndar er munur þessi ekki mikill, að meðaltali 3/io úr ári. Einna mestur verður mismunurinn um 6—7 ára aldur. Þá eru telpur um hálfu ári á undan drengjum að vitaldri. Síðan minnkar munurinn, og um 10 ára aldur eru drengir um 3/io úr ári á undan telpum. Aðeins þetta eina ár hafa piltar hærri greindarvísitölu en telpur. Síðan eru telpurnar alltaf á undan drengjunum, og við 14 ára aldur eru þær 7/io úr ári á undan. Kynþroskaárin hefir telpan einnig lítiö eitt betur. — Hvemig á nú að túlka þennan mismun? Af hverju stafar hann? — Fyrst og fremst getur hann bent á það, að telpur taki fyrr út andlegan þroska en piltar. En að miklu leyti eiga þessir yfirburðir þeirra rót sína að rekja til þess að málþroski telpna er meiri en pilta, en við Binet-prófin kemur málþroskinn mjög til greina. Þau eru flest fólgin í orðaþrautum. Við önnur gáfnapróf, saman- setningarþrautir, hugvitsþrautir og verklegar þrautir (per- formance tests), ná drengir aftur á móti betri útkomu en telpur. Munurinn á greindarvísitölu drengja og telpna er ekki svo mikill, að því hafi þótt taka að búa til sérstaka aldurs- mælikvarða fyrir drengi og telpur. B. Áhrif uppeldis og umhverfis á úrlausn vitpröfanna.

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.