Menntamál - 01.12.1940, Síða 28

Menntamál - 01.12.1940, Síða 28
90 MENNTAMÁL gæft, að þeir séu heyrnarsljóir. Slæm heyrn er því enn afdrifaríkari fyrir námsgetu barnsins en gölluð sjón. And- legur vanþroski getur og stafað af ýmsum sjúkdómum, líkamlegri veiklun, óhentugri fæðu, þroskatruflunum, rangri kirtlastarfsemi, eitlum í hálsi eða nefi, taugaveiklun. Loks getur barnið verið óvenjulega seinþroska, án þess að um neinn sjúkdóm sé að ræða. í fám orðum má segja, að Binet-prófin séu ágætlega fallin til að finna andlegan vanþroska barnanna. Þau eru miður fallin til að finna afburða gáfubörn, einkum er þau eru orðin stálpuð eða eru komin yfir 11—12 ára aldur, og eins til hins, að komast að sérhæfileikum barn- anna. En í báðum þessum atriðum gefa þay þó gagnlegar bendingar. Greindarprófin eiga að hjálpa kennaranum til að þekkja betur nemendur sína: almennan andlegan þroska þeirra og sérhæfileika. Þeim er ekki ætlað að koma í staðinn fyrir skólapróf eða athugun kennarans á skapgerð og hæfileik- um nemendanna, heldur ber að líta á þau sem eina aðferð til að rannsaka þroska þeirra og hæfileika. Hvaða kosti hefir þessi aðferð? Pyrsti kosturinn, sem greindarprófin hafa, er sá, að þau veita kennurunum liðsinni til að dæma um hæfileika ein- staklingsins án þess að nauðsynlegt sé að hafa hann langan tíma til reynslu. Reynslan sker auðvitað úr, hvort barnið er t. d. hæft til æðra náms eða eigi, en hún getur orðið dýrkeypt og sóað tíma barnsins til einskis og valdið því sárum vonbrigðum. Annar kostur greindarprófanna er sá, að þau sýna frekar hœfileikana til náms eða starfs en þekkingu, kunn- áttu og leikni, sem einstaklingarnir hafa aflað sér í ýmsum greinum, með mismunandi ástundun og við misjöfn námsskilyrði og námsaðferðir. Greindarprófin eru frekar

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.