Menntamál - 01.12.1940, Blaðsíða 31

Menntamál - 01.12.1940, Blaðsíða 31
MENNTAMÁL 93 spara okkur umhugsun, heldur því, að færa okkur nær réttri mannþekkingu. GUNNAR M. MAGNÚSS Nautnir og drykkir (Erincii frá 1937). Sagnir frá elztu tímum sýna ótvírætt, að' menn voru ekki lengi ánægðir með fullnægingu á hinum frumstæðu og eðli- legu hvötum. Mönnum nægði ekki matur og drykkur til að svala hungri sínu og þorsta, ekki heldur einungis föt eða húsaskjól til að hylja nekt sína, og vernda líkama sinn fyrir kulda og regni, hita eða villidýrum. Menn virðast brátt hafa reynt að nota náttúru- öflin, einkum eld og vatn, til þess að auka lífs- þægindin; þá er farið að hita og lýsa híbýlin, steikja eða sjóða matinn. Þegar fullnægt hefir verið hinum frumstæðustu hvötum, byrjar leitin að nautnunum, til þess að gera lífið fjölbreyttara og auka gildi þess. Menn þrá meiri gleði, meiri lífsfyllingu eða menn vilja drekkja sorg- um sínum. Snemma virðast þjóðirnar hafa fundið æsandi skemmtanir, og í sambandi við þær notað ýms örfandi lyf, til þess að gera ástríðurnar sterkari og nautnirnar áhrifa- ríkari. Oft er það, að saman fer drykkja og dans. Hin algengustu nautnalyf og hressingar, sem menn sækj- ast eftir í dag og hafa sótzt eftir um langan aldur, eru t. d. alkohol, tóbak, kaffi, te, ópíum, kokain, morfin o. fl. Frá elztu menningarþjóðum fær maður að heyra um

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.