Menntamál - 01.12.1940, Side 32
94
MENNTAMÁL
notkun áfengra drykkja, og þá einnig um misnotkun þeirra.
í hinni æfagömlu menningu Austur-Asiu, t. d. hjá Kín-
verjum, var þekkt aðferöin til þess að framleiða áfenga
drykki. Hið sama er að segja um Forn-Egypta.
Egyptar voru lífsglöð þjóð og nautnagefin. Þeir höfðu
hátíðar miklar og veizlur stórar, sem konur tóku einnig þátt
í. í veizlunum var mikið um hljóðfæraslátt og dans, og ýms-
ar lystisemdir voru frambornar, meöal annars öl og vín.
í slíkum veizlum gekk gleðin stundum úr hófi fram, og
hvarf þá burtu öll sú fegurð, sem samkvæminu fylgdi,
þegar ástríðunum var gefinn laus taumurinn.
Snemma fara sögur af því, að forstjórastöður við hin
konunglegu brugghús þóttu miklar virðingarstöður, enda
mjög eftirsótt embætti. — En jafnframt því sem nautna-
lífið jókst og þá sérstaklega drykkja, reyndu ýmsir áhrifa-
menn þjóðfélagsins að sporna við áhrifum nautnarinnar.
Þannig var um presta Egypta. Þeir neyttu ekki víns, að
minnsta kosti margir af þeim. Faraó var í raun og veru
bannað að neyta víns, en það var reyndar bann, sem margir
Faraóarnir virtu að vettugi og fótum tróðu. — Öldrykkja
færðist mjög í vöxt í hinu egypzka ríki. Margir sagnfræð-
ingar álíta, að öldrykkja hafi verið mikilvæg orsök til falls
hins egypzka ríkis. — Það er einnig talið, að ástríðuþrungið
nautnalíf í sambandi við vaxandi drykkjuskap, hafi verið
orsök til eyðileggingar og hruns annarra voldugra ríkja.
Þannig er álitið um Assyríu og Babylon, en þar var nautna-
líf á hærra stigi en hjá öðrum af fornþjóðunum. Persneski
konungurinn Kyros, sem réði niðurlögum hins volduga ba-
byloniska ríkis, og gerði Persíu að stórveldi, var aftur á móti
vandur að virðingu sinni til nautna, strangur og siðavand-
ur. Eftirkomendur hans hneigðust til drykkju og annarra
lífsnautna, fólkið fylgdi dæmi stjórnendanna og hærri stétt-
anna, svo að drykkjuskapur varð almennur.
Þetta stórveldi varð því síðar léttunnin bráð fyrir sigur-
vegarann, Alexander hinn mikla frá Makedóníu.