Menntamál - 01.12.1940, Page 35
MENNTAMÁL
97
vínnautnina, sem hefir valdið straumhvörfum í lífi ein-
staklinga og þjóða. Og þegar hægt er að sýna og sanna
með óyggjandi rökum, að vínnautnin hefir orðið þess vald-
andi að heil þjóðfélög hafi liðazt sundur, að voldug heims-
veldi hafi liðið undir lok fyrir áhrif hennar, þá mætti
einstaklingurinn hugsa sig um tvisvar, áður en hann gefur
sig á vald þessari tvíeggjuðu nautn.
Menn komu fljótt auga á þessa hættu, sem stafaöi af
vínnautninni, og frá elztu tímum getur maður víða heyrt
um tilraunir til þess að sporna við áhrifum og útbreiðslu
vínsins. í sumum æfagömlum trúarbrögðum, löngu fyrir
Krist, eru sett ákvæði og boðorð, sem eiga að vega á móti
ástríðunum og halda mönnum i skefjum. Þannig má minn-
ast á hin persnesku trúarbrögö, kenningar Zoroasters, sem
barðist móti hinu vaxandi nautnalífi þeirra tima.
Þó kemur þetta fram á ennþá hærra stigi í kenningum
Buddha. Af hinum 5 frumboðorðum, sem allir Buddhatrú-
armenn (Búddistar) urðu að hlýða, þá hljóðaði 5. boðorðið:
Þú skalt ekki drekka áfenga drykki. — Fyrir þeim, sem
fengu hærri þroskaskilyrði, voru þessi boðorð ennþá meira
skerpt og aukin. Áhangendur Búddhakenninga munu vera
á vorum dögum a. m. k. 500—600 milljónir manna, og á-
hangendur kristindómsins eru ekki mikið fleiri. Með hinni
geisilegu útbreiðslu Búddhatrúarbragðanna hefir þetta
boðorð haft þýðingarmikil áhrif, siðferðisleg og gagnleg í
allri Suður-Asíu og Mið-Asíu, jafnvel einnig í Kína og
Japan.
Á Vesturlöndum hefir einnig staðið menningarleg bar-
átta móti siðleysi vínnautnarinnar og á vorum dögum er
baráttan háð í öllum menningarlöndum. Nú mætti í fljótu
bragði virðast svo, að öll þessi barátta gegn hinum óstýri-
látu hvötum, beri lítinn árangur, því að ljós dæmi séu fyrir
hendi, er sýni, að sagan endurtaki sig í flestum myndum og
einstaklingarnir virði ekki reynslu fyrri kynslóða. En ég
held, að ástandið í heiminum væri enn verra í dag, ef kippt