Menntamál - 01.12.1940, Qupperneq 36

Menntamál - 01.12.1940, Qupperneq 36
98 MBNNTAMÁL væri burtu öllum þeim stofnunum og félögum, sem hafa reynt að vinna bug á áhrifum vínnautnarinnar og móti út- breiðslu hennar. Það er langt frá því, að ástandið sé glæsi- legt á vorum dögum, en enginn má láta sér detta í hug, að hægt sé að bjarga öllum verðmætum lífsins frá glötun, lífið sjálft eða náttúran sóar svo miklu, það er óspart á verðmætin, það er líka frjótt og skapandi á ný. En hitt er einnig víst, að menningarleg barátta hefir alltaf mikil áhrif og hrífur fleiri og fleiri með, ef vinnubrögðin eru skynsamleg. Nú er ef til vill um margar leiðir að ræða, til þess að vinna bug á spillingu í sambandi við vínneyzlu. Ég hugsa mér tvær: Harðar áminningar og prédikanir eða fræðslu hinsvegar. — Ég mundi hiklaust velja síðari leiðina, þar sem ég legg hönd á plóginn. Áminningar stofna oft til andstöðu og mótþróa, sé þeim ekki skynsamlega beitt, en fræðsla vekur til umhugsunar og leiðbeiningar um þessa alvarlegu hluti. Það er alvarlegt mál, sem verður að segjast islenzku þjóðinni, að hún stendur á lægra stigi í þessum efnum, heldur en nágrannaþjóðir vorar, einkum Svíar og Danir. Þessar þjóðir hafa um langt skeið háð baráttuna gegn út- breiðslu vínnautnarinnar með fræðslustarfsemi. í fræðslu- starfseminni taka þátt vísindamenn, læknar, prestar og kennarar, og þá aðrir þeir, sem geta lagt hönd að verkinu. Og það verður mikið ágengt með þessu starfi, þó að aldrei verði upprætt drykkja að öllu leyti. Þegar hægt er að benda á það með skýrum rökum, að áfengisnautn stelur allri heilbrigðri lífsgleði frá neytend- um, og að hún er aldrei einkamál einstaklingsins, þá má ef til vill opna augu manna fyrir því smátt og smátt, að einstaklingurinn hefir tæpast leyfi til þess að skjóta sér undir þá ábyrgðarlausu staðhæfingu, að hann hafi per- sónulega rétt til þess að þjóna löngunum sínum og hvötum á frjálsan og óþvingaðan hátt. Því að sá, sem gerir sjálfum

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.