Menntamál - 01.12.1940, Síða 40

Menntamál - 01.12.1940, Síða 40
102 MENNTAMÁL góðar bækur, hafa umgengni við reglusama menn, fræðast um þessa hluti og fá einstaklingana til þess að vera boð- bera hugsjónarinnar, þeirrar hugsjónar, að fegra umhverfi sitt með háttprýði, í stað þess að spilla því með ófagurri framkomu. Sjö ára gamall drengur sagði við föður sinn: Þú vilt ekki að ég segi ljótt, þá mátt þú ekki heldur segja ljótt. — Ef ungir piltar og ungar stúlkur tækju sér svipuð orð í munn og segðu við föður sinn eða móður, sem falla of lágt fyrir vínnautninni: Þú vilt ekki að ég drekki, þá mátt þú ekki heldur drekka. Þá hefi ég trú á því, að á fljótvirkan hátt minnkaði drykkja og menningu okkar væri betur borgið, því að sannleikurinn er sá, að jafnvel drykkjumanninum óar við að börn hans komist á hið sama stig ósjálfstæðis, sem hann er á. En sorgarsagan í voru þjóðfélagi er sú, að æskumaðurinn segir þetta ekki við föður sinn, í stað þess byrjar hann oft sjálfur að forvitnast í það, hvernig vínið sé, og stundum heldur hann áfram — alltof oft. Og með því er fyrsta sporið stigið til þess að tapa sjálfsvirðingunni. Það er drukkið mikið á vorum dögum, þrátt fyrir hátt verðlag á víni. Þeir, sem ekki eiga kost á að drekka hin dýru vín, grípa oft til hins lélegra frá ófullkomnum bruggurum, eða t. d. tréspíritus. En þetta hvort tveggja er ennþá hættu- legra en aðrar víntegundir. Það ættu að standa stórar á- letranir á opinberum stöðum, í skólum og kirkjum, á stræt- um og gatnamótum, ýmsar upplýsingar og viðvaranir, sem fólk gæti hugleitt og ef til vill munað eftir á réttu augna- bliki. Það er ægilegt tjón fyrir þjóðina, að glata þeim verð- mætum, sem vínið flýtur burtu með. Það er ekkert, sem mælir með því, að þessari nautn sé haldið við. Ýmsir skáld- hneigðir menn héldu að til þess að verða mikið skáld og til þess að fá opinberun og andagift, þá þyrftu þeir af falla fram við altari vínguðsins og tilbiðja hann. Seinna sáu margir þeirra, að þetta var misskilningur. Sama er að segja um karlmennsku, sem þangað er sótt, hún er skamm-

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.