Menntamál - 01.12.1946, Blaðsíða 3

Menntamál - 01.12.1946, Blaðsíða 3
MENNTAMÁL XIX., 5. NÓV.—DES. 1946 Viðtal við Hannibal Valdimarsson „Ég heyrði það einhvers staðar um daginn, að gagnfræðaskólinn ykkar á ísafirði væri orðinn 40 ára gamall," sagði ritstjóri Menntamála við skóla- stjóra gagnfræðaskólans á ísafirði, Hannibal Valdi- marsson, er fundum þeirra bar saman fyrir skömmu. „Getur þetta verið rétt hermt?“ „Gagnfræðaskólinn var stofnaður fyrir 15 árum,“ svaraði skólastjórinn, en unglingaskóli var hins veg- ar stofnaður á ísafirði fyrir 40 árum, haustið 1906, sama haustið og séra Sigtryggur á Núpi stofnaði Núpsskólann í Dýrafirði. Síðan hefur unglingakennsla aldrei fallið niður á ísafirði, og gagnfræðaskólinn er 1 beinu áframhaldi af þessum gamla unglingaskóla.“ „Hver var skólastjóri unglingaskólans?“ „Doktor Björn Bjarnason frá Viðfirði.“ „Var langt nám í þessum unglingaskóla ?“ „Skólinn var eins vetrar skóli til 1923, en þá var hann gerður að tveggja vetra skóla, og varð þá Haraldur Leós- son skólastjóri hans. Haustið 1931, fyrir 15 árum, var svo skólanum breytt í þriggja vetra gagnfræðaskóla. Lud-

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.