Menntamál - 01.12.1946, Side 31

Menntamál - 01.12.1946, Side 31
MENNTAMÁL 165 voru Benedikt jafnan hugstæðar kennslugreinar. Enn fremur verður fé varið úr sjóðnum til þess að prýða vænt- anlegt gagnfræðaskólahús, þegar stundir líða. Þess má að síðustu geta, að ýmsir af nemendum ungl- ingaskólans í Húsavík hafa stundað framhaldsnám í æðri skólum og jafnan þótt sýna góða þekkingu í móður- máli sínu og sögu. Þeir hafa yfirleitt orðið nýtir og starf- hæfir menn. Hygg ég, að unglingaskólinn hafi átt sinn þátt í því, og svo mun enn verða um nemendur þá, sem koma frá skólanum, þótt hann hafi nú fengið nokkuð annað form, meðan andi Benedikts svifur þar yfir vötnunum. Jóhannes Guðmundsson. Dr. Björn Guðfinnsson flutti fróðlegt og merkilegt erindi um framburð og stafsetningu í útvarpið 24. nóv. s.l. Gerði hann |>ar grein fyrir helztu mállýzku- flokkum hér á landi og lýsti einkennum þeirra. Síðan vék hann að stafsetningarmálum okkar og fullyrti, að ástandið f þeini væri í heild hörmulega bágborið, einkum væri litið til tímans, sem til stafseln- ingarnámsins færi, í samanburði við árangurinn. Nefndi hann til 3 atriði, er <>ðru fremur ættu sök á þessu: 1) Núgildandi stafsetning væri of erfið. 2) Skortur væri á hæfuni kennurum, er kynnu að kenna stafsetningu með nauðsynlegu skipulagi og tækni. 3) Almennings- álitið væri andvígt stafsetningunni. Komst hann þannig að orði um stafsetninguna, að fáir væru ánægðir með hana, færri gætu kennt liana og fæstir gætu lært hana til sæmilegrar hlítar. Er þetta að vísu ekki annað en flestir kennarar barna og unglinga hefðu getað sagt doktornum fyrir löngu, en vel er, að slíkur áhugamaður um stafsetn- ingarmál og dr. Björn er hefur nú komizt á þessa skoðun. Var ekki annað að heyra á útvarpserindi hans en nauðsyn bæri til að breyta stafsetningu okkar allverulega og færa hana miklu nær frambúrSi en nú á sér stað. Bilið rnilli framburðar og stafsetningar, sagði hann, að ætti að vera sem minnst. En undanfari breytinga á stafsetning- unni yrði samræming framburðarins að vera. Ekki lét hann neitt í ljós, hverjar tillögur hann myndi gera um „réttan" framburð né um stafsetningu. En tnál þetta er hið merkilegasta og snertir hvern ein- stakling á landinu, eins og dr. Björn komst að orði. Einkum þurfa kennarar að hugleiða málið vandlega.

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.