Menntamál - 01.12.1946, Blaðsíða 16

Menntamál - 01.12.1946, Blaðsíða 16
150 MENNTAMÁL sína frá fyrri árum vaða um í einkennisbúningi hirðar- innar og vera því líkasta á svipinn, að þeir réðu yfir öllum heiminum. Samtímis lásu svo kennararnir þau um- mæli Quislings og ráðherra hans, að þessir ungu menn væru kjörnar fyrirmyndir þess úrvalaliðs, sem menn hins nýja tíma væru upp með sér af að binda bræðralag við, — og þá þurfti þar ekki fleiri vitna við. Kvistlingunum varð það innan skamms ljóst, að þeir myndu ekki ná fótfestu á sviði skólans með þessum hætti. Þegar Quisling var gerður að ,,forsætisráðherra“ 1. febrú- ar 1942 og stofna átti ríkisþing með fulltrúum allra at- vinnustétta, rak hver atburðurinn annan. Hann þarfnað- ist þingsins, svo að hann gæti með einhverju yfirskini af rétti samið fyrir hönd norsku þjóðarinnar við Þjóðverja og leitt afleiðingar þeirra friðarsamninga yfir þjóðina. Að því loknu gæti hann boðið norskan æskulýð fram til starfa fyrir Þjóðverja og keypt sér hylli húsbænda sinna við hinu dýra verði, sem heimilin norsku hefðu þá orðið að gjalda. En stéttafélögin voru nær því að engu orðin síðan formannaskiptin höfðu verið gerð, og Quisling reyndi þess vegna að endurreisa þau í nýrri mynd. Hann byrjaði á kennarasamtökunum, sjálfsagt bæði af því, að þátttaka í þeim samtökum hafði ævinlega verið frjáls og þau því ekki talin tiltakanlega öflug, og eins mun hann hafa gert sér vonir um að geta slegið tvær flugur í einu höggi: Brotið andstöðu kennaranna á bak aftur með einu við- bragði og þar með rofið skarð í þjóðfylkinguna, sem hann hafði fengið að finna að myndazt hafði gegn hon- um, og náð tökum á félagsskap, sem hafði börn og ungl- inga á sínum vegum. Bæði kennarar og heimili gerðu sér ljóst, að hér kæmi til harðra átaka. En Quisling urðu alvarleg glöp á í fram- kvæmd málsins, þá er hann gaf samtímis út lögin um kennarasamband Noregs og lögin um æskulýðsþjónustuna. Ef til vill hefur vakað fyrir honum að ofbjóða andstæð-

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.