Menntamál - 01.12.1946, Blaðsíða 35

Menntamál - 01.12.1946, Blaðsíða 35
MENNTAMÁL 169 í upplestri eða framsagnarlist. Við fáa skóla mun þó enn sem komið er fara fram kennsla í ,,upplestri“. Og við eng- an skóla hérlendis er, svo mér sé kunnugt, kennt að segja sögur. Að hafa yfir kvæði utanbókar og segja sögur blaða- laust verður undir flestum kringumstæðum áhrifameira og skemmtilegra en upplestur. Ég tel það því æskilegt, að þeir, sem kenna upplestur, kenni einnig að segja sögur. Barnakennarar segja börnum margar sögur. Ég efast ekki um, að þeim takist það yfirleitt vel. En vafalaust yrðu þeir snjallari í þessari list, ef þeir fengju kennslu í henni. Við erlenda kennaraskóla er nemendum kennt að segja sögur. Það eru tveir tugir ára síðan ég hlustaði á kennslu- æfingar í þessari námsgrein við Blágarðakennaraskólann í Kaupmannahöfn. Dr. Schepler hét kennari sá, er æfingum þessum stjórn- aði. Var gagnrýni hans hörð, næstum ósanngjörn. Aðstað- an fyrir þann, er söguna sagði, var ekki góð, og hefði mátt gera hana betri. Það voru efstubekkingar, sem voru látnir æfa sig. Þeir voru á milli tuttugu og þrjátíu. Kennslu- stofan var lítil, og drengirnir, sem segja áttu sögurnar, voru látnir sitja hjá nemendum, en ekki hafðir sér, t. d. fyrir framan þá. Dr Schepler sat í sæti sínu við kennara- borðið. Var það óheppilegt, þar sem hann vakti of mikla athygli í hásæti sínu. Vitanlega steinþagði hann, meðan sögurnar voru sagðar. En vafalaust hefðu kennaraefnin staðið sig betur í þessum tímum, ef þau hefðu verið ein með börnunum eða minna borið á gagnrýnanda og skóla- bræðrum. Bezt hefði verið, að sá, sem söguna sagði, hefði verið einn í stofu með börnunum, en hinir fullorðnu áheyrendur í annarri stofu og haft dyr opnar á milli. En þarna var ekki hægt að koma því við, þar sem kennslustofan var ekki í sambandi við aðrar stofur. Ég bendi á þetta til þess, að þeir, sem kenna að segja sögur, láti nemendur vera óþvingaðri en þarna átti sér stað. Ég man, hve dr. Schepler skammaði mikið pilt þann,

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.