Menntamál - 01.12.1946, Síða 37

Menntamál - 01.12.1946, Síða 37
MENNTAMÁL 171 Hinrik Pestalozzi 1746-1946 Snemma á því ári, sem nú er að enda, voru liðin 200 ár frá fæðingu eins hins merkasta uppeldis- fræðings veraldar að fornu og nýju. Það þykir ekki úr vegi, að minnast hans að nokkru hér í tímaritinu, þótt betur hefði átt við að gera það fyrr á árinu og þótt grein þessi verði styttri og af meiri vanefn- um gerð en sæmt hefði hin- um mikla meistara. Johann Heinrich Pesta- lozzi var fæddur í Zúrich í Sviss 12. janúar 1746. Faðir hans var augnlæknir og andaðist, þegar sveinninn var fimm vetra, og ólst hann upp hjá móður sinni, góðri konu og guðhræddri. Hann var heilsutæpur í æsku og bar ekki af öðrum unglingum í skóla. Snemma snerust hugsanir hans mjög um það, á hvern hátt hann mætti bæta líkamleg og andleg kjör al- þýðu, en þau voru þá hin aumkunarverðustu. Hann stofn- aði félag ásamt nokkrum jafnöldrum sínum, og ræddu þeir þar mjög þjóðfélagsleg vandamál. Yfirvöldin sundr- uðu félaginu, og Pestalozzi var settur í varðhald, en lát- inn laus aftur eftir stranglega áminningu og aðvörun. Hinrik Pcstulozzi.

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.