Menntamál - 01.12.1946, Qupperneq 49

Menntamál - 01.12.1946, Qupperneq 49
MENNTAMÁL 183 6. Sjálfsagt er, að Bernskumál verði gefin út á ný í samráði við höf- und þeirra. 7. Ríkisútgáfan þarf að gefa út sönglagahefti í samræmi við nýút- komna skólasöngva. 8. Hraða þarf útkomu nýrrar landabréfabókar. Áfengismál. Fundurinn samþykkti ýtarlega tillögu um þau efni, næstum samhljóða ályktun jacirri, sem fulltrúaþing S. f. B. samjyykkti nokkru síðar og birt er í síðasta hefti Menntamála. Þjóðhátíðardaginn 17. júní fóru kennarar og nemendur námskeiðs- ins skemmtiferð til Mývatnssveitar, og var mótinu slitið i kaffisam- sæti í Reykjahlíð. Voru j>ar margar ræður fluttar, eins og vænta mátti. Sérstaka athygli vakti jyað, að enginn maður, er aðalfund jiennan sat, sást kveikja sér í vindlingi jiessa daga. Er slíkt til eftirhreytni. Næsti aðalfundur S. N. B. var ákveðinn á Sauðárkróki. — Stjórn sambandsins skipa nú: Jón Þ. Björnsson, skólastjóri á Sauðárkróki, Herzilía Sveinsdóttir, kennari á Mælifelli, og Gfsli Gottskálksson, kennari í Sólheimagerði. Fyrir 160 árum. tók latínuskólinn í Reykjavík til starfa, en hálfu öðru ári áður hafði skólinn í Skálholti verið lagður niður (1784). Skólinn á Hólum var síðan lagður niður 1801 og sameinaður skólanum í Reykjavfk. En skólahaldið í Reykjavík stóð ekki lengi, ]jví að skólahúsið var dæmt óhæft 1804, og var enginn latínuskóli starfandi á landinu næsta vet- ur, en haustið 18015 hóf Bessastaðaskóli starfsemi sfna. Skólinn var síðan á Bessastöðum í 41 ár, en 1846, fyrir réttum 100 árum, var hann fluttur til Reykjavíkur, ]>ar sem hann hefur verið síðan. Fóru mikil hátfðahöld fram í Reykjavík á síðastliðnu sumri af tilefni þessa aldar- afmælis. Fyrir 50 árum var kennaradeild bætt við gagnfræðaskólann f Flensborg f Hafnar- firði, en vornámskeið fyrir kennara höfðu verið haldin þar árin 1892- 95, en vorið 1896 féll slíkt námskeið niður. Kennaradeildin starfaði í 12 vetur (1896—1908), en þá tók Kennaraskólinn í Reykjavík til starfa. Frá starfsemi kennaradeildarinnar í Flensborg er ýtarlega sagt í Minningarriti Flensborgarskólans 1882—1932 eftir Guðna Jónsson. 20 ár voru liðin á þessu ári síðan fræðslulögunum frá 1907 var breytt í fyrsta sinn að nokkru ráði. Kröfur til fullnaðarprófs voru lítið eitt auknar og meðal annars bætt við náttúrufræði, styrkur ákveðinn úr

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.