Menntamál - 01.12.1946, Blaðsíða 28

Menntamál - 01.12.1946, Blaðsíða 28
162 MENNTAMÁL var reist á fögrum stað í miðju þorpi, þar sem álitið er að víkingurinn Garðar Svavarsson hafi forðum byggt sér skála. Þegar fram liðu stundir og einkum eftir að alþýðuskól- inn á Laugum tók til starfa, minnkaði aðsóknin úr sveit- unum í skólann. Hins vegar fjölgaði að sama skapi nem- endum úr Húsavík, og varð algengt, að börn, sem tóku fullnaðarpróf, færu þegar næsta haust í unglingaskólann. Af þessu leiddi, að breyta varð allmikið hinu fyrra kennslu- sniði, er einkum var miðað við þroskaða nemendur. Þá var einnig síðar tekin upp tveggja vetra kennsla í tungu- málum og reikningi. Stóð svo um nokkra vetur. Árið 1940. varð Benedikt að láta af stjórn beggja skólanna sökum vanheilsu. Tók þá við Sigurður Gunnarsson frá Skógum í Öxarfirði. Undir hans stjórn dafnaði skólinn vel. Lét hann auka svo kennsluna í efri bekk, að skólinn varð tveggja vetra alþýðuskóli. Tóku þá kennarar unglingaskól- ans, — sem einkum voru kennarar barnaskólans og urðu því að leggja hart að sér vegna kennslunnar við hinn skól- ann, — að ræða það sín á meðal, hvort ekki væri tími til kominn að skilja unglingaskólann frá barnaskólanum, afla honum sérstakra kennara og breyta honum í gagnfræða- skóla. Komu þeir hugmynd þessari á framfæri við þorps- búa, og fékk hún þegar mjög góðan byr meðal þeirra. Fyrir ötula framgöngu Sigurðar Gunnarssonar skóla- stjóra tókst að haga kennslu þannig veturinn 1944—45, að þeir af nemendum, sem vildu, gátu þreytt próf upp í annan bekk væntanlegs gagnfræðaskóla. Vorið 1945 var svo fenginn prófdómari frá Akureyri (séra Friðrik J. Rafnar) til þess að leggja fyrir prófverkefni og dæma úrlausnir. Stóðust allir þátttakendur prófið, og var próf- dómari ánægður með árangurinn. Lagði hann til, að ungl- ingaskólanum yrði breytt í gagnfræðaskóla, og starfaði skólinn næsta vetur með nemendum þeim, sem þreytt höfðu

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.