Menntamál - 01.12.1946, Page 33

Menntamál - 01.12.1946, Page 33
MENNTAMÁL 167 ÁRNI M. RÖGNVALDSSON: Ritgerðir fullnaðarprófsbarna Árni M. Rögnvaldsson. Það mun nokkuð misjafnt, hvernig gefið er fyrir ritgerðir fullnaðarprófs- barna. Þar er líka um allmikinn vanda að ræða, og munu þá stundum ólík sjón- armið ráða einkunnagjöf. Þetta orsakar það, að ósamræmis gætir í réttritunar- einkunnum barnanna. Barn, sem er lélegt í réttritun, getur fengið 5 eða meira í einkunn, ef því er gefið vel fyrir ritgerð, en þar eru prófdómendur og kennarar með óbundnar hendur og stingur það al- veg í stúf við önnur prófverkefni í íslenzku, þar sem allt fer eftir settum og ákveðnum reglum, sem ekki verður frá vikið. í þessu sambandi mætti minna á skriftarmæli- kvarðann. Hann er að vísu ekki nákvæmur, en er þó ágætur leiðarvísir og gefur góðar leiðbeiningar, þegar verið er að dæma prófskrift. Sams konar mælikvarði þyrfti að koma á ritgerð barnanna. Þar er að vísu um óskylt efni að ræða, en ég efast ekki um, að það mundi samræma fyrirgjöfina líkt og skriftarmælikvarðinn, ef við eitthvað væri að styðjast. Eg legg því til, að fræðslumálastjórnin láti gefa út nokkrar ritgerðir, sem notaðar yrðu sem mælikvarði við einkunnagjafir í meðferð máls og stíls við fullnaðarpróf í barnaskólum. Hverri ritgerð fylgdi einkunn og athuga- semdir um galla og kosti. Fjölbreytni ritgerðanna þyrfti

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.