Menntamál - 01.12.1946, Page 21

Menntamál - 01.12.1946, Page 21
MENNTAMÁL 155 þau börn, 12 eða 13 ára gömul, sem gerður var kostur á að fá föður sinn leystan úr fangelsi gegn því að þau færu í æskulýðsþjónustuna, en að öðrum kosti yrðu þau send í nauðungarskóla, en þau svöruðu fast og rólega, að þá kysu þau heldur nauðungarskólann. En ekki verða allir nefndir. En gleðiefni má oss vera það, að nú, eftir 5 ára nazistastjórn, eru norsku heimilin ósnortin af þeim anda, sem blindaði þýzku þjóðina og felldi hana full- komlega í fjötra um 7 ára skeið. Og oss er það gleðiefni, að skólinn, sem kynslóð eftir kynslóð hefur unnið að, reyndist hættunni vaxinn og kennararnir maklegir trún- aðarstöðu sinnar. Norskir foreldrar senda nú börn sín í skólann í engu minni trú og trausti en nokkru sinni fyrr. Hin ytri kjör skólans eru að vísu léleg, og hann megnar ekki að veita nemendunum jafn mikla fræðslu og áður, því að húsnæðið er bágborið. En foreldrarnir vita, að andrúmsloftið í skólanum er hreint. Börnunum, sem skapað var að lifa barnsár sín og fyrstu unglingsár, meðan illvættir styrjaldarinnar hrjáðu land- ið, varð þó borgið frá því, sem verst er, af foreldrum og kennurum, sem skildu, hvað í húfi var, og snerust til varnar umyrðaiaust. Vel má vera, að sá arfur verði þeim dýrmætari í lífinu en hitt, sem þau hafa misst. Það, sem þau hafa misst, geta þau unnið aftur með atorku. Það, sem þau hafa lifað í baráttunni um hugsjónir, munu þau síðar betur kunna að meta, og það er eign, sem enginn fær frá þeim tekið. Kare Norum.

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.