Menntamál - 01.12.1946, Blaðsíða 20

Menntamál - 01.12.1946, Blaðsíða 20
154 MENNTAMÁL hörmulegt að sjá fangana. Skór þeirra og klæði voru slit- in og þeir báru glögg merki erfiðis og ills viðurværis. En þessir menn voru frjálsir, hvað sem hörmungum þeirra leið, því að þeir höfðu ekki svikið sjálfa sig né gert hugsjónir að verzlunarvöru. Framkoma þeirra lagði einnig öðrum stéttum skyldur á herðar, og sérstaklega knúði hún þó heimilin til lát- lausrar andstöðu í baráttunni um börnin. Eftir átta mán- aða þrælkun í Kirkjunesi, voru kennararnir loks sendir heim. Þeir tóku aftur til starfa sinna, eins og ekkert hefði í skorizt. Einn þeirra hvílir í moldu norður á Finnmörk. Og baráttan hélt áfram og heldur áfram, meðan kvistl- ingar eru til í Noregi. Þegar ekki tókst að nota skólann til þess að ná valdi á börnunum, sneru kvistlingarnir sókninni beint að heimilunum um áramótin 1942—’43. Þá átti að koma æskulýðsþjónustunni á í sveitum og bæjum undir for- ystu „sérmenntaðra" æskulýðsleiðtoga, er flestir voru 16—17 ára piltar og stúlkur úr hirðinni. Oft biðu kvisl- ingarnir herfilegan ósigur. Flestir foreldrar kusu held- ur fangelsisvist en að senda börn sín til slíks. Faðirinn eða móðirin, sem í fangelsi sat, vissi það, að börnin voru „bólusett" ævilangt gegn allri smitun af hugmyndakerfi nazismans, þótt þau yrðu tekin með valdi á meðan. Eitt- hvert glæsilegasta dæmi um óttalausa framkomu sýndu foreldrar í bæ einum, þar sem fjöldi manna hafði verið tekinn höndum þá fyrir skömmu af öðrum ástæðum og allar fregnir bentu til, að rík ástæða væri til að óttast, að í vændum væru dauðadómar, sem nærri mundu höggva mörgu heimilinu í bænum. í þeim svifum voru 60 börn kvödd til æskulýðsþjónustu. Ekki eitt einasta kom. Það mætti líka nefna þann mikla fjölda feðra og mæðra, sem með æðrulausu fordæmi örvuðu aðra til þess að gefast ekki upp, — fóru í fangelsi og gerðu þar með öllum sveit- arbúum skylt að taka höndum saman. Það mætti nefna

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.