Menntamál - 01.12.1946, Blaðsíða 11

Menntamál - 01.12.1946, Blaðsíða 11
MENNTAMÁL 145 og samhliða því, sem skólanum hefur miðað lengra í fræðslu og uppeldi, hefur hann orðið þjóðinni æ hjart- fólgnari. Á tímabilinu milli heimsstyrjaldanna tók skólinn í Noregi miklum framförum, eins og í mörgum öðrum löndum. Umræður um uppeldismál hafa verið miklar og jákvæðar og leitt af sér margvíslegar breytingar á starfs- háttum skólanna, og í mörgum námsgreinum hefur kennslubókum einnig verið breytt mjög mikið. Þegar ófriðurinn hófst, voru hreppsfélög til sjávar og sveita sem óðast að bæta skóla sína og útbúnað þeirra samkvæmt skólalögunum nýju, en þau lög hvert fyrir sig og öll til samans miðuðu allmikið í framfaraátt og var prýðilega tekið. Síðan kom styrjöldin og viðhorfið varð annað í einu vetfangi. Nú átti „nýskipun“ að koma á alla hluti eftir erlendri fyrirmynd og fjarlægri öllum almenningi. Það átti að innleiða kerfi, sem miðar að því að gera einstakl- inginn að verkfæri í höndum ríkisvaldsins og ekkert annað, og til þess að ná þessu markmiði er reynt að framkvæma andlega myrkvun með ógnum og ofbeldi, — kerfi, sem ekki leyfir málflutning nema frá einni hlið og kæfir niður frjálsa hugsun. Slíkt verður ekki framkvæmt í landi, þar sem allt uppeldi í marga ættliði hefur stefnt að allt öðrum hugsjónum, án þess að til alvarlegra og djúptækra árekstra komi. Það er hægt að koma slíku kerfi á með lögbrotum og ofbeldi, og það er hægt að halda því við um stundar sakir með því að höggva burt blóma þjóðfélagsins, en eigi það að haldast til frambúðar, verður að stöðva andlegan þroska þjóðarinnar og skera sundur rætur uppfræðingarinnar. Forvígismenn kerfisins verða með öðrum orðum að hefja baráttu um börnin — og vinna sigur. Þetta var forvígis- mönnum „hins nýja tíma“ í Noregi og hinum þýzku hús- bændum þeirra ljóst, en hitt vissu þeir ekki, að samvizku- kúgun sú, sem þeir urðu að beita til þess að knýja fram fyrirætlanir sínar, myndu vekja andstöðu svo megna sem

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.