Menntamál - 01.12.1946, Page 9

Menntamál - 01.12.1946, Page 9
MENNTAMÁL 143 „Ekki væri það neitt óeðlilegt, þótt iðnlöggjöfin væri löguð eftir nýjum viðhorfum í kennslumálunum.“ „Nei, það væri ekkert óeðlilegt,“ segir Hannibal. „Iðn- aðarmenn verða að átta sig á því, hvað er að gerast og hvað getur gerzt í starfsemi unglingaskólanna. Þeir eiga að heimta vel mennta menn í sína iðn og jafnframt gera sitt til að hlúa að öllum tilraunum til þess að gera ungling- ana að slíkum mönnum. Þjóðinni ríður á því, að hæfileik- ar uppvaxandi kynslóðar verði nýttir sem allra bezt, bæði á bóklegu og verklegu sviði.“ Hannibal Valdimarsson, skólastjóri Gagnfræðaskólans á ísafirði, er fæddur 13. janúar 1903 í Arnardal fremri við Skutulsfjörð. Hann tók gagnfræðapróf á Akureyri 1922 og kennarapróf við Johnstrup Stats-Seminarium í Danmörku 1927. Síðar var hann við barnakennslu á Isa- firði og Akranesi og í framhaldi af því skólastjóri við barnaskólann í Súðavík. Því næst var hann stundakenn- ari við gagnfræðaskólann á ísafirði, og skólastjóri hans varð hann haustið 1938 og hefur verið það síðan. Hanni- bal er löngu landskunnur maður fyrir afskipti sín af margvíslegum félagsmálum alþýðunnar og er nú land- kjörinn alþingismaður. Endurskoðun lestrarbókanna. Stjórn ríkisútgáfu námsbóka hefur ráSið Gunnar M. Magnúss kenn- ara til þess að endurskoða lestrarbækur barnaskólanna og jafnframt valið ]>á Snorra Sigfússon skólastjóra, Þórleif Bjarnason námsstjóra og Karl Finnbogason fyrr skólastjóra til þess að vera í ráðum með honum um tilhögun og val efnisins. Gunnar er þegar byrjaður að vinna að endurskoSuninni, en hennar hefur verið hin mesta þörf, og er vcl, að reyndur kennari hefur nú tekið hana að sér.

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.