Menntamál - 01.12.1946, Blaðsíða 41

Menntamál - 01.12.1946, Blaðsíða 41
MENNTAMÁL 175 sem heimsótti hann í Burgdorf, sagði við hann: „Þetta er ekki skóli hjá þér, það er heimili.“ Árið 1802 völdu Svisslendingar Pestalozzi til þess að fara ásamt fleiri mönnum til Parísar til þess að semja við Napóleon Bonaparte um stjórnarfyrirkomulag í landi þeirra. Pestalozzi vildi fá að tala við einvaldinn um skóla- mál, því að honum bjó í hug að fá almenna alþýðufræðslu fyrirskipaða. En Napóleon kvaðst ekki geta farið að skipta sér af því, hvernig krakkar væru látnir stafa. Pestalozzi var spurður að því eftir heimkomuna, hvort hann hefði séð Napóleon, og á hann þá að hafa svarað: „Ég sá ekki Bonaparte, og Bonaparte sá ekki mig.“ Þótti sumum þetta mikillæti, en fullyrða má, að ekki hefði það verið neitt lakara fyrir uppeldismál Frakka næstu öld, þótt keisarinn hefði varið nokkrum tíma til þess að kynna sér kenningar hins svissneska uppeldisfræðings og hugsjónamanns. Pestalozzi varð að hætta skólastarfseminni í Burgdorf af því, að höllin var tekin fyrir íbúð handa embættis- manni. Nokkru síðar fékk hann þó komið upp skóla i Yverdon, og þar starfaði hann síðan, meðan til entist (1805—1825). Fór mikið frægðarorð af skóla hans. Nem- endur voru sendir til hans víða úr löndum, frá Þýzkalandi og Frakklandi, frá Rússlandi og Ítalíu, frá Svíþjóð og Eng- landi, jafnvel frá Ameríku. Jafnframt sóttu fund hans skólamenn og vísindamenn, þjóðhöfðingjar og stjórnmála- menn víða úr löndum, og þóttust allir miklu bættari fara af hans fundi. ’ ! Eftir 20 ára starf í Yverdon neyddist Pestalozzi til þess að leggja skóla sinn niður. Ollu því fjárhagsvandræði, því að honum hafði ætíð verið ósýnt um fjármál, og þar að auki hafði komið til missættis og harðvítugra deilna milli hans og sumra samstarfsmanna hans, en í þeirra hópi voru nokkrir dugmiklir vandræðamenn, og í annan stað tók Pestalozzi að gerast gamall, en hafði alla ævi verið van- stilltur í skapi og látið stjórnast af örum tilfinningum.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.