Menntamál - 01.12.1946, Blaðsíða 29

Menntamál - 01.12.1946, Blaðsíða 29
MENNTAMÁL 163 prófið, og væntanlegum nemendum fyrsta bekkjar. Sam- þykkti menntamálaráðherra tillögu þessa. Síðastliðinn vetur starfaði svo skólinn í tveim deildum. Skólastjóri var Axel Bene- diktsson, kand. phil. Hús- næði féklc skólinn í gisti- húsinu Garðarshólma, og var skólinn fullskipaður, miðað við húsakost. í vetur starfar skólinn í þrem deildum og hefur húsnæði á sama stað. Er skólinn meira en fullur og varð að vísa allmörgum nem- endum frá sökum þrengsla. Vh’ðist mikill og vaxandi áhugi fyrir því meðal kauptúnsbúa, að börn þeirra noti sér sem bezt þá menntaaðstöðu, sem þarna er sköpuð. Góðir kennslukraftar hafa þegar fengizt að skólanum. En það, sem mestum áhyggjum og erfiðleikum veldur í starfi skólans, er húsnæðisleysið. Þó er ráðgert, að á næsta vori verði byrjað á nýrri barnaskólabyggingu hér í kaup- túninu, og er svo til ætlazt, að gagnfræðaskólinn flytji í gamla barnaskólann, þegar nýja húsið verður tekið til afnota. Má það teljast viðunandi lausn í bráð. En eigi skólinn eftir að vaxa og eflast, svo sem vonir standa til og samkvæmt kröfum hinna nýju fræðslulaga, verður hús- næði þetta allsendis ófullnægjandi, og er þá stórt átak eftir að ráða svo fram úr húsnæðismálum skólans, að gott sé við að una. Á vori komandi verður skólinn búinn að starfa 40 vetur,

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.