Menntamál - 01.12.1946, Blaðsíða 5

Menntamál - 01.12.1946, Blaðsíða 5
MENNTAMÁL 139 Úr vinnustofu Gagnfrœðaskólans <í ísafirði. í samráði við fræðslumálastjóra og með samþykki hans höfum við einnig tekið í gagnfræðaskólann eina deild barna, sem annars áttu einn vetur eftir í barnaskóla eftir núgildandi lögum. Er það gert vegna þess, að gagnfræða- skólinn hefur nóg húsnæði, en barnaskólinn býr við þröngan húsakost, — barnaskólahúsið var upphaflega byggt 1901 og þótti þá mektarhús, en stækkað 1930. Þessi aukadeild, sem við höfum tekið í gagnfræðaskólann eftir nýju lögunum, er bóknámsdeild.“ „Breytið þið þá ekki námsskránni í þessari deild fyrsta- bekkjar töluvert frá því, sem verið hefur?“ „Við förum þar yfirleitt alveg eftir tillögum fundar skólastjóra gagnfræðaskólanna og héraðsskólanna síðast- liðið sumar, en þar voru samdar tillögur að námsskrá, eins og þú veizt.“ (Það umlar í ritstjóranum til samþykkis). „Við kennum til dæmis ekki nema eitt erlent tungumál í þessari deild, dönsku, en enskan á að koma næsta ár. Svo

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.