Menntamál - 01.12.1946, Qupperneq 12

Menntamál - 01.12.1946, Qupperneq 12
146 MENNTAMÁL andstaða getur þá aðeins orðið, þegar tilraun er gerð til að traðka á því, sem frjálsum mönnum er hjartfólgnast. Nazistarnir ætluðu sér að hafa skólann að vopni í þessari baráttu um börnin, því að þeir gerðu sér vonir um, að auð- veldara yrði að beygja kennarana til hlýðni en foreldrana, sem að vísu standa börnunum næst. Þvert ofan í lög eyði- lögðu þeir forráð sveitarfélagayfir skólunum: Gömlu skóla- nefndirnar voru látnar fara og ,,foringjaskipuninni“ komið á. En slíkar breytingar á skólastjórninni náðu ekki til barnanna hvers fyrir sig. Kennararnir stóðu þar í vegi, og þeir snerust öndverðir gegn öllu, sem bar á sér nokkur merki hins nýja tíma, og létu hvorki áróður né annað stjórnmálalitað efni komast inn í friðhelgi skólans. Þess vegna varð að brjóta andstöðu kennaranna á bak aftur. Einskis var látið ófreistað. Það voru gerðar gælur og hót- anir hafðar í frammi. Klaufalegir ,,uppeldisfræði“-fyrir- lestrar voru fluttir af mönnum, sem naumast höfðu hug- mynd um, hvað uppeldisfræði er. Sýningum var komið upp og sendir út bæklingar, sem aldrei var útbýtt til barnanna. Valdhafarnir höfðu ekki annað upp úr öllu þessu brölti en að þeir lustu upp fyrirætlunum sínum. Hinn andlegi þroski, sem skólinn hafði hingað til talið markmið sitt að veita nemendunum, átti nú ekki framar að vera frjáls og eðlilegur. Nú skyldi allt steypt í einu og sama móti. Sjálf- stæða, hugsandi einstaklinga, sem skólinn hafði til þessa reynt að skapa, töldu hinir nýju valdhafar hættulegustu óvini þjóðfélagsins. Nei, skólinn skyldi skapa sljóar verur, sem ekkert vissu og ekkert vildu, heldur tryðu á orð for- ingjans og kæfðu hverja sjálfstæða hugsun með kenning- unni: „Foringinn hugsar fyrir okkur.“ Baráttan um börnin verður ekki skilin frá annarri bar- áttu, sem háð var í þjóðfélaginu, því að hún varð þáttur í þeim átökum. Valdhafarnir voru fyrir löngu farnir að takmarka sjálfsákvörðunarrétt stéttafélaga, meðal annars með því að skipta sér af fjárreiðum þeirra, og

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.