Menntamál - 01.12.1946, Blaðsíða 13

Menntamál - 01.12.1946, Blaðsíða 13
MENNTAMÁL 147 það var auðséð, að þeir ætluðu að sölsa félögin með öllu undir sín yfirráð. Það er utan við efni þessarar greinar að rekja nánar gang þeirra mála. Hér skal aðeins getið um það, sem hleypti skriðunni af stað. Vorið 1941 reyndu nazistar að koma því á, að stjórnmálaskoðanir en ekki verkhæfni skyldi ráða við skipun í opinberar stöður hjá ríki og sveitafélögum, og þá einnig í skólunum. 43 stéttar- félög eða sambönd sendu Terboven landstjóra skrifleg mótmæli. Þá þótti honum tími til kominn að láta nazista- flokkinn taka málin öll í sínar hendur. 17. júní 1941 stefndi hann öllum formönnunum 43 á fund í stórþinghúsinu, og þar flutti hann úr forsetastóli einhverja ósvífnustu ræðu sína, svipti þá alla formennskunni þá þegar og skip- aði í þeirra stað nýja formenn með umboði frá sér. Hann húðskammaði formennina, sem hann rak, og bar þeim á brýn, að þeir hefðu samið mótmælabréfin af eigin hvöt- um og án þess að félög þeirra stæðu að því. En félögin létu ekki lengi standa á svari sínu við þessum ásökunum á for- mennina. Úrsagnir streymdu að í svo ríkum mæli, að áður en hinir nýskipuðu formenn vissu hótið af, sátu þeir svo að segja einir eftir. í kennarasamtökunum var liðsstyrkur þeirra ekki einu sinni svo mikill, að þeir hefðu menn í allar trúnaðarmannastöður úti um landið, og reyndu þeir þá að kveðja góða Norðmenn til þeirra starfa. Kvaðning- unni fylgdu tíðum hótanir í garð þeirra, sem kynnu að neita, en hótanirnar hræddu ekki framar. Kvaðningunum var svarað með nýjum mótmælum. Nú hófst hin ólöglega barátta kennaranna gegn kúgur- unum. Þeir áttu nú engin félagssamtök, er gætu flutt mál þeirra við valdhafana. Forystumenn stéttarsamtakanna höfðu starfað opinberlega. Nú var baráttan tekin upp af mönnum, sem aldrei máttu koma fram í dagsljósið. Enginn vissi, hverjir þeir voru. En öllum var ljóst, að annars var ekki kostur, og þess vegna spurði enginn um það. Leynisambandi var skjótt komið á, og þar með var

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.