Menntamál - 01.12.1946, Blaðsíða 43
MENNTAMÁL
177
inn sett þau jafn skýrt fram og í jafn glöggu sambandi
við annað, og enginn flutt þau og barizt fyrir þeim af
jafn miklum eldmóði og jafn einlægri ósérplægni.
Áhrifanna af kenningum og starfi Pestalozzi gætti
framan af mest á Þýzkalandi. Það eru sennilega engar
ýkjur hjá einum þeirra manna, er um Pestalozzi hefur rit-
að, að endurvakning þýzku þjóðarinnar að styrjöldum
Napóleons loknum hafi fyrst og fremst verið því að þakka,
að andi Pestalozzi hafi fyllt skólana þar í landi. Og í Þýzka-
landi störfuðu tveir merkustu lærisveinar hans, Fröbel,
sem frægur er fyrir barnagarðana (dagheimilin), og heim-
spekingurinn Herbart, sem ritað hefur vísindalega um
uppeldismál.
Síðar hafa áhrifin af starfi Pestalozzi breiðzt út um öll
lönd, og gætir þeirra á flestum sviðum skólastarfsins.
Vinnuskólar og smíðakennsla eiga til hans að rekja rætur
sínar og sömuleiðis barnagarðar og dagheimili, leikfimi-
kennsla og teiknikennsla. Kennsla í landafræði og fleiri
námsgreinum varð allt önnur af hans völdum, og allt við-
horf manna til uppeldis og kennsluaðferða gerbreyttist.
Það er ekki ætíð, að allt þykir sannmæli, sem um fram-
liðna menn er sagt á legsteinum eða minningarskjöldum.
En öllum ber saman um, að ekkert sé ofmælt í því, sem letr-
að stendur yfir gröf Pestalozzi, en það er þetta:
HINRIK PESTALOZZI.
Fæddur í Ziirich 12. janúar 1746,
Dáinn í Brugg 17. febrúar 1827.
Bjargvættur fátækra í Nýjabæ. Alfýðufræðari í LénharSi
og Geirþrúði. Faðir föðurleysingjanna í Stanz. Stofnandi
alþýðuskólans nýja í Burgdorf. Kennari mannkynsins í
Yverdon. Sannkristinn maður og þjóðfélagsþegn. Allt
vann hann öðrum, ekkert sér sjálfum. Blessað sé nafn hans.
Ó. Þ. K.