Menntamál - 01.12.1946, Blaðsíða 19
MENNTAMÁL
153
af stétt, sem berst með óbugandi kjarki og festu fyrir
því, sem er rétt, og leggur líf sitt og velfarnað undir.
Kennararnir fengu tilkynningu um, að þeir væru leystir
frá störfum. Þeim var synjað um laun. Margir þeirra
voru hraktir úr kennarabústöðunum. En ekkert gat aftr-
að þeim frá að sinna börnunum eftir því, sem þeim var
frekast unnt. Skóli var haldinn á heimilum og öðrum
stöðum, þar sem unnt var að fá húsaskjól fyrir barna-
hóp. Quisling fékk ekki við neitt ráðið. Hámarki náðu
átökin, þegar Þjóðverjar skárust í leikinn og á annað
þúsund kennara hvarvetna úr landinu voru teknir hönd-
um 20. marz 1942 og sendir í fangabúðir í Grini hjá
Osló, í Falstad í Þrændalögum og á suðurodda Tromsö.
Flokkurinn í Grini, um 650 manns, varð harðast úti.
Þeir voru fyrst fluttir til Jörstadmo, og þar sættu þeir
meðferð, sem lá víðs fjarri öllu því, sem mönnum hefði
getað í hug komið að óreyndu. Síðan voru þeir sendir
norður, fyrst yfir Dofrafjöll í gripavögnum, óhituðum,
þegar snjór lá í þykkum sköflum á jörðu og talsvert frost
var á fjallinu, og því næst í 16 daga ferð með gufuskip-
inu Skjerstad. Ferðin varð fræg um öll hin frjálsu lönd,
og munu Þjóðverjar aldrei hafa ráðizt í svívirðilegri
þrælaflutning. Nagandi hungur og hryllilegt heilsufar
ríkti á skipinu. Það tók líka á taugarnar, að skipið var
látið fara með 15 þúsund smálesta hergagnaskipi því til
hlífðar. í Kirkjunesi varð bæði baráttuþrekið og þolin-
mæðin fyrir mikilli raun. Það var lítils um vert, að menn
voru óvanir erfiðinu á bryggjunum, en verra var að bera
þá óbeit, sem menn höfðu á að skipa í land sprengjum,
fallbyssukúlum, bensíni og öðrum hergögnum, sem Þjóð-
verjar ætluðu að nota á norðurvígstöðvunum. Fæði og
aðbúnaður var svo, að ótrúlegt má þykja. Óvissan um,
hvað vandamennirnir yrðu að þola, lagðist á sálina. Menn
bjuggu að öllu við endalaust erfiði og órofa hugarangur,
heiga daga sem virka, og innan fárra vikna var orðið