Menntamál - 01.12.1946, Blaðsíða 18

Menntamál - 01.12.1946, Blaðsíða 18
152 MENNTAMÁL hugmyndakerfi fyrir æskulýð alls landsins, gat ekki hjá því farið, að nýja stjórnin kæmist í alvarlegri andstöðu við alla þjóðina en nokkru sinni fyrr. Andstaðan kom eins og af sjálfu sér, almennari en nokkur vissi dæmi til. Svo að segja hver einasti kennari í öllum skólaflokk- um lét í ljós skýlaus mótmæli gegn því að eiga nokkurn þátt í að leiða æskulýðinn út í þetta og gegn því að viður- kenna þvingunarsamtök og þær skyldur, sem þeim fylgdu. Allir byggðu þeir andmæli sín á því, að það kæmi í bága við samvizku þeirra. Jafnskjótt og kennararnir lands- enda milli höfðu borið fram mótmæli sín, tóku foreldr- arnir að senda undirrituð mótmæli til þeirrar stjórnar- deildar, sem átti að sjá um framkvæmdir æskulýðsþjón- ustunnar. Þess má geta, að á einum degi bárust þangað 36 000 mótmæli, en samtals voru mótmælin yfir 200 000. Það voru starfsmenn skólanna, sem nutu þess sóma að lenda fyrstir í átökunum. Kennarastéttin vissi vel, að baráttan, sem nú var hafin, var ekki aðeins barátta kennaranna. Þetta voru fyrstu átökin um ríkisþing Quis- lings, sem var í uppsiglingu. Allir vissu, hvað af því mundi leiða, ef ríkisþinginu yrði komið á. Kennurunum var enn fremur ljóst, að ekki yrði unnt að hefja sam- eiginlega andstöðu gegn félagsþvinguninni í öðrum stétt- um síðar, ef sú atvinnustétt, sem fyrst yrði fyrir barðinu á þeim fyrirmælum, snerist ekki öndverð gegn þeim. Quisling gerði sér á hinn bóginn fulla grein fyrir því, að gæti hann ekki bugað andstöðu kennaranna á þessari úrslitastund, væri það vonlaust verk að reyna að þvinga aðra starfshópa í félagsskap og ríkisþinginu yrði ekki komið á fót. Þjóðverjar létu sér illa líka, að hann skyldi hafa haldið svo klaufalega á málunum, að kennararnir höfðu fengið algeran stuðning kirkjunnar og heimilanna. Það er kunnugt í aðalatriðum, hvað síðar gerðist í baráttu kennaranna. Enn er ekki tímabært að leggja fram hin mörgu smáatriði, sem öll til samans bregða upp mynd

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.