Menntamál - 01.02.1948, Page 8

Menntamál - 01.02.1948, Page 8
2 MENNTAMÁL sem gefnar voru upplýsingar um námsskilyrði og atvinnu- horfur sálfræðinga í hverju landi og rætt um samvinnu- möguleika sálfræðinga á Norðurlöndum. Fundarmönnum var auk þess séð fyrir nokkrum skemmtiatriðum og stutt- um ferðum í nágrenni Oslo. Þetta urðu því ónæðissamir dagar, þótt þeir væru bæði skemmtilegir og lærdómsríkir. Ég mun nú í fáum orðum gefa yfirlit yfir hið helzta, sem gerðist á mótinu. Að sjálfsögðu eru þó engin tök á að skýra frá öllum þeim fyrirlestrum, sem þar voru fluttir, enda væri það tilgangslítið. II. Mótið hófst með hátíðlegum fundi þriðjudaginn 5. ágúst. Viðstaddir voru meðal annarra Hákon konungur og ólafur konungsefni. Formaður Norræna félagsins, Harald Grieg, bauð erlenda gesti velkomna og lét í ljós þá ósk, að sam- vinna norrænna sálfræðinga mætti verða til að auka skiln- ing og velvilja þessara þjóða innbyrðis. Formaður Félags norskra sálfræðinga, frú Áse Gruda Skard, kvaðst vona, að samvinna norrænna sálfræðinga gæti orðið víðtæk í framtíðinni. „Tveimur árum eftir árásina á Hiroshima hittumst við ekki með neinu sigurhrósi,“ sagði hún. „Við höfum það á tilfinningunni, hve maðurinn er vanmáttugur gagnvart þeim öflum, sem búa í hans eigin hug, en við erum einnig sannfærð um, að við sem sálfræðingar höfum nokkuð að láta heiminum í té. Með skelfingu höfum við séð, hve djúpt er til botns í mannshuganum, en við höfum einnig séð, að vísindagrein okkar getur varpað nýju Ijósi yfir þau öfl, sem þar ráða. í dag sjáum við verkefni okkar við að byggja upp betri heim, og við vonum, að starf okkar þessa daga megi ná tilgangi sínum.“ Gerhardsen forsætisráðherra sagði því næst nokkur orð og lét í Ijós ánægju sína yfir því, að Oslo skyldi vera að- setursstaður fyrsta sálfræðingamóts Norðurlanda.

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.