Menntamál - 01.02.1948, Side 9

Menntamál - 01.02.1948, Side 9
menntamál 3 Eftir að fulltrúar hvers lands höfðu haldið stuttar ræð- ur, hélt prófessor Harald Schjelderup (Oslo) lokaræðu, en hann hafði verið kosinn forseti mótsins. Ræddi hann fyrst, hvernig sálfræðin hefði orðið að liði í síðustu heimsstyrjöld. „En sálfræðin er ekki aðeins tæki til að vinna styrjöld," sagði hann. „Hún er enn þá nauð- synlegri til að vinna friðinn. Vandamál atvinnulífsins eru fleiri en þau, sem snerta tækni og skipulag. Án viljans til að vinna koma hinar beztu vélar ekki að neinum notum. Það er sjálfsagt, að sérhver fái það starf, sem hann hefur hæfileika til, og hljóti þá menntun, sem samsvarar áhuga hans og hæfileikum, og það vandamál er ekki hægt að leysa án aðstoðar sálfræðinnar. Menn eru nú farnir að tala um uppeldið sem eina gagnlega ráðið gegn styrjöld. Eisenhower lét svo um mælt fyrir nokkru, að skynsam- legt uppeldi mundi verða til að gera menn af hans stétt atvinnulausa. Eigi nokkur árangur að nást í þessa átt, verður sálfræðin að vísa veginn. Hér stöndum við gagn- vart vandamálinu um framtíð siðmenningar okkar. Hin tæknilega þróun hefur verið miklu hraðari en hin félags- lega og siðferðilega þróun, og nú ráðum við yfir eyðilegg- ingartækjum, sem ógna tilveru mannkynsins. Það, sem máli skiptir, er, að sálfræðingarnir geti hjálpað til að stjórna hinum duldu öflum sálarlífsins, svo að hægt verði að komast hjá óförum.“ Þennan sama dag var fundarmönnum gefinn kostur á að sjá stofnanir þær, sem þeir höfðu áhuga á, svo sem Sáltæknistofnun Osloborgar (Psykoteknisk Institutt), sál- fræðideild og uppeldisfræðideild háskólans og geðsjúk- dómadeild á Ulleválssjúkrahúsinu. Um kvöldið var setið hóf í boði Oslóbæjar. Miðvikudaginn 6. ágúst hófust hinir vísindalegu fyrir- lestrar. Meðal þeirra má nefna fyrirlestur dr. Arvo Leht- ovaara (Finnlandi), sem hann nefndi: Fyrsta viðhorfið. Hann hefur gert athuganir í þeim tilgangi að komast að

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.