Menntamál - 01.02.1948, Síða 11
MENNTAMÁL
5
meiri áherzla á kennslu í hagnýtri sálarfræði en gert hefur
verið hingað til. Á síðari árum hefur sálfræðin verið tekin
í þjónustu atvinnuveganna. Það er því full þörf á hagnýt-
ara námi. Allt til þessa hafa naumar fjárveitingar tafið
allar framfarir á þessu sviði. Hagnýtara nám er líklegt
til að stuðla að skilningi almennings á gildi sálfræðinnar og
auknum fjárframlögum til þessara mála. Stúdentarnir
kröfðust þess einnig, að tekin yrði upp „autorisasjon“ fyrir
sálfræðinga, þ. e., að þeim einum, er hlotið hafa fullnægj-
andi menntun, verði leyft að starfa á þessu sviði, en marg-
ir kalla sig nú sálfræðinga, þótt þeir hafi ekki aflað sér
viðunandi menntunar í þeirri grein. Þar eð það er nær því
óhugsandi, að hver háskóli á Norðurlöndum geti séð nem-
endum sínum fyrir fullnægjandi menntun í öllum sérgrein-
um sálfræðinnar, töldu stúdentarnir eðlilegast, að nor-
rænir sálfræðingar hefðu samvinnu á því sviði, í stað þess
að hver háskóli reyni að sjá nemendum sínum fyrir ófull-
kominni menntun í öllum sérgreinum. Ætti þá að vera
hægt að fullnuma sig í einni sérgrein við hvern háskóla.
Þeir létu og í Ijós óskir sínar um það, að reynt yrði að gefa
út sálfræðilegt tímarit, sem væri sameiginlegt fyrir Norð-
urlönd. Þessari ályktun var vel tekið af öðrum fulltrúum
mótsins, enda var hún því sem næst hið eina jákvæða, sem
lagt var fram um samvinnu norrænna sálfræðinga.
Þennan dag var síðan rætt um menntunarskilyrði og
atvinnuhorfur sálfræðinga. Fulltrúi frá hverju landi gerði
grein fyrir aðstæðunum í heimalandi sínu.
Tranekjær Rasmussen skýrði frá því, að í Danmörku
gætu menn tekið svo nefnt kand. psyk. próf í sálfræði og
uppeldisfræði. Það er þriggja ára nám og mest áherzla
lögð á hagnýta uppeldisfræði og barnasálarfræði. Um 200
nemendur stunda nú slíkt nám við Kaupmannahafnarhá-
skóla, og hefur orðið að takmarka aðgöngu að deildinni
vegna takmarkaðs húsrúms og kennslukrafta. Auk þess
geta menn tekið meistarapróf í Danmörku. Það er vísinda-