Menntamál - 01.02.1948, Qupperneq 13
MENNTAMÁL
7
ekki fært að gera strangari kröfur í bili vegna skorts á
sálfræðingum með hagnýtri menntun.
Prófessor Rubin (Kaupmannahöfn) hélt því fram, að
hið hagnýta nám í Danmörku væri bæði stutt og víðtækt
og þyrfti því ekki endurbóta við. f sambandi við ályktun
sálfræðinemendanna, sem nú var lesin upp, urðu nokkrar
umræður, án þess að komizt yrði að nokkurri niðurstöðu,
því að tíma þeim, sem ætlað var til þessa fundar, var
lokið, og þannig var með flesta fundi á mótinu, að áhugi
manna í umræðunum var miklu meiri en tíminn leyfði.
Sama dag var fundur, þar sem rætt var um atvinnuskil-
yrði fyrir sálfræðinga, og hvað sálfræðingar ættu eigin-
lega að gera.
Við, sem nemum þessa grein, erum þeirri spurningu van-
ir, hvað við ætlum að gera að námi loknu, hví við nemum
ekki heldur byggingarvei'kfræði, jurtakynbætur eða eitt-
hvað hagnýtt í stað þess að vera að leika okkur við „óprakt-
iskt“ nám eins og sálfræði. Á þessum fundi kom í ljós, að
þörf er fyrir fleiri sálfræðinga. Mest er þörfin fyrir skóla-
sálfræðinga. í Danmörku eru menn komnir lengst á þessu
sviði, og sálfræðingar eru þar starfandi við flesta stóra
barnaskóla. Þeir hafa það hlutverk að prófa hæfileika nem-
endanna, flokka þá í bekki og leitast við að hjálpa þeim
nemendum, sem tekst ekki að laga sig eftir umhverfi sínu.
í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi eru fáir skólasálfræð-
ingar, enn sem komið er, en þessar þjóðir stefna að því
að fá þá við alla stóra skóla. Á íslandi er enginn skólasál-
fræðingur enn þá.
Annað stórt og lítt numið starfssvið sálfræðinga er sál-
tæknin eða það, sem við gætum e. t. v. kallað atvinnusál-
fræði á íslenzku. Norðmenn stefna nú t. d. að því að koma
upp sáltæknistofnun í hverju héraði, en til þess þarfnast
þeir margra sálfræðinga, Henry Havin, forstöðumaður Sál-
tæknistofnunar Oslobæjar, sem gerði grein fyrir atvinnu-
horfum sálfræðinga í Noregi, lét svo um mælt, að líta bæri