Menntamál - 01.02.1948, Síða 14
8
MENNTAMÁL
á sálfræðina sem grundvallarvísindi næstu tvö þúsund ára,
og vonaði hann, að yfirvöldin yrðu á sama máli, þegar um
væri að ræða fjárveitingar til þessara hluta. í Noregi og
Svíþjóð eru allmargir sálfræðingar, sem stunda sálgrein-
ingu, og margir starfa sem aðstoðarmenn (social assistant-
er) við ýmsar stofnanir, svo sem fangelsi og drykkju-
mannahæli. Ráðleggingarskrifstofur hafa nokkra í þjón-
ustu sinni, og nokkrir annast útbreiðslustarfsemi við ýmis
fyrirtæki. Á þessu sviði er þó erfitt að áætla þörfina. Fé-
lagssálfræðin er tiltölulega skammt á veg komin, og við
vitum varla, hvaða gildi hún kann að fá í framtíðinni.
Yfirleitt virtust atvinnuhorfur sálfræðinga góðar sem
stendur, en aðsóknin að náminu er mikil. Að sjálfsögðu
veldur það erfiðleikum, að sálfræðin er ung vísindagrein.
Hún er í hraðri þróun, og við getum gert ráð fyrir, að
nokkrar af þeim starfsaðferðum, sem notaðar eru nú, verði
orðnar úreltar að nokkrum árum liðnum. Flestar þær
stöður, sem sálfræðingar skipa, eru nýjar, og þessi stétt
getur því ekki fetað í fótspor fyrirrennara, eins og marg-
ir aðrir gera. Þetta veldur líka því, að erfitt getur verið að
sjá sálfræðingum fyrir stöðum við þeirra hæfi, þótt aug-
Ijós þörf sé fyrir þá. Yfirvöldin eru oft vanaföst og vilja
ekki búa til stöður, sem ekki hafa tíðkazt áður, og almenn-
ingur skilur naumast, hvað þessir menn eiga að gera. Ég
vil taka fram, að í þessu yfirliti yfir atvinnuhorfur, er ís-
land algerlega undanskilið. Þar er miklu erfiðara að áætla
framtíðarmöguleika sálfræðinnar en í nokkru öðru landi,
og fámenni okkar mun valda okkur sérstökum erfiðleik-
um í þessu efni.
Þetta var síðasti fundur mótsins. Um kvöldið var virðu-
leg lokahátíð, þar sem hinir erlendu gestir þökkuðu fyrir
móttökurnar með nokkrum ræðum í kurteisisskyni. Daginn
eftir, laugardaginn 9. ágúst, var þátttakendum gefinn
kostur á að fara í skemmtiför vestur í Hringaríki og sjá
nokkra hinna merkustu staða í nágrenni Oslo.