Menntamál - 01.02.1948, Side 15

Menntamál - 01.02.1948, Side 15
MENNTAMÁL 9 Dr. STEFÁN EINARSSON: Eddukvæði fyrir börn? Ég má víst fullyrða, að fá hefti af Menntamálum hafa glatt mig eins og hið síðasta, frá september 1947, með undirtektum þeirra fornvinar míns, Ingimars Jóhannes- sonar, og Kára Tryggvasonar undir uppástungu mína um hagmælskukennslu í barnaskólum. Og greinar þeirra glöddu mig ekki fyrst og fremst vegna þess, að þessir góðu drengir vikust vel undir mitt mál, heldur af því að hér voru menn, sem séð höfðu nauðsynina á að viðhalda merkilegum þætti í íslenzkum erfðum og höfðu sjálfir gert tilraunir, sem sýndu, að slíkt mátti vel takast. Væntir mig að fleiri slíkir muni finnast í íslenzkri kennarastétt, svo að tillaga Ingi- mars um að byrja strax, „þó að engin fyrirskipun komi frá æðri stöðum“ megi þegar bera nokkurn árangur. En þessar góðu undirtektir ýta nú undir mig að ympra á öðru atriði, sem ég hef nokkuð oft hugsað um, hvort ekki mundi mega innleiða í barnaskólum. Ég á við það, hvort ekki mundi vera hægt að nota Sæmundar Eddu í barnaskólum, svo að krakkarnir lærðu eitthvað í henni og hefðu um leið gaman af því, sem þau lærðu. Nú veit ég vel, að Edda er á margan hátt langt frá því að vera barnameðfæri, þótt á hinn bóginn sé líka hægt að finna fjölmargt í henni, sem ekki mundi þurfa mikillar skýringar við eins og t. d. mörg spakmæli Hávamála. Það sem mér hefur dottið í hug er að nota þau Eddu- kvæði, er til þess reyndust hæf, sem leiktexta í skrautsýn- ingar í skólunum. Eins og þeir vita, sem kynnt sér hafa kvæðin, er ákaf-

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.