Menntamál - 01.02.1948, Síða 16

Menntamál - 01.02.1948, Síða 16
10 MENNTAMÁL lega mikið af samtölum í þeim, svo mikið, að velkunn og stórlærð ensk fræðikona, Miss Bertha S. Phillpotts, álykt- aði að kvæðin væru í raun og veru textar við ævagamla norræna helgileiki. Hvað sem kann að vera satt í þessu, þá er það víst að með góðum vilja og grímubúningum ætti að vera hægt að láta Hábarð og Þór skiptast orðum á við sundið, Skírni tala við Frey og fara sendiför hans til hinnar armbjörtu Gerðar í Jötunheimum, Þór aka í Jötun- heima eftir hamri sínum, o. s. frv. Nú heyri ég þá viðbáru, að það sé annað en auðvelt að búa kvæðin undir sýningu, eða hvernig á að fara að sýna hest Skírnis, reið Þórs, er hann ekur í Jötunheima, fjaður- ham Freyju, Loka á fluginu, o. s. frv.? En því er til að svara, að á annan bóginn þurfa menn ekki að binda sig við hinn raunsæja útbúnað, sem algeng- astur var á leiksviðum í mínu ungdæmi, en á hinn bóginn eru börnin allra manna fúsust og leiknust í því að látast, vegna þess að ímyndunarafl þeirra er enn ungt og ótamið. Annars hef ég enga leikstjórnarhæfileika, enda tel ég víst að kennarar myndu ekki fara í geitarhús að leita sér ullar, ef þeir sneru sér til þeirra mörgu manna víðsvegar um land og þá ekki sízt í Reykjavík, sem annað hvort eru upplagðir leikarar, eða hafa lagt stund á leikstjórn. Á það gæti ég þó minnt, að bæði mætti gera kyrrar skrautsýningar (tableaux) og hreyfanlegar (pageants) úr efni því, sem Edda leggur mönnum í hendur. Það væri t. d. ekki ónýtt efni að gera lifandi myndastyttu af Þór með Miðgarðsorm á öngli sínum eins og þeim er lýst í Hymiskviðu. Ég skal ekki fjölyrða um þetta mál, en skal þó að lokum benda á, að bæði kirkjur og skólar hér vestan hafs grípa mjög oft til skrautsýninga til þess að vekja áhuga meðlima og nemenda á starfi sínu, enda eru skrautsýningar kaþólsku kirkjunnar jarðvegur sá, sem öll leiklist á Vesturlöndum spratt úr.

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.