Menntamál - 01.02.1948, Side 18

Menntamál - 01.02.1948, Side 18
12 MENNTAMÁL Mr. Mason kynnti mig fyrir 3 aðalfulltrúum sínum, en þeir komu inn til hans rétt eftir komu mína og ræddu við fræðslumálastj órann um aðalverkefni þeirra þann dag og gáfu skýrslu um þau mál, er þeir höfðu afgreitt daginn áður. Þessir fulltrúar áttu að leiðbeina mér að svo miklu leyti sem Mr. Mason gat ekki komið því við sjálfur. Nú var komið með tesopa inn til okkar. Meðan á te- drykkjunni stóð, skýrði fræðslumálastjórinn mér frá starfsháttum skrifstofunnar í stórum dráttum, og áttu full- trúarnir síðar að sýna mér sitt af hverju í sambandi við dagleg störf og afgreiðslu mála. Einnig var mér skýrt frá ástandi og horfum í skólamálum í mjög stuttu máli — en það skyldi skýrt nánar í sambandi við heimsóknir í skólana. Þótt fræðslumálaskrifstofa Nottinghamshire sé í Nott- inghamborg, þá nær verksvið Mr. Masons eða skrifstofu hans ekki til borgarinnar. Góð samvinna er milli fræðslu- málastjóra borgarinnar og nágrannahéraðanna. Á umráðasvæði Mr. Masons — Nottinghamshire — eru sveitir og smá og stór þorp. Þess vegna mátti sjá þar bæði fámenna og fjölmenna skóla sambærilega við það, er gerist sums staðar hér á landi. Kolanámur eru nokkrar á þessu svæði, og má sjá þess merki í sumum skólunum. Um kl. 11 fór Mr. Mason með mig á skólanefndarfund, sem haldinn var í fundarherbergi skrifstofunnar. Var þar aðallega f jallað um mál nokkurra barnaskóla. Skömmu síðar kvaddi ég fræðslumálastjórann í bili, en fulltrúar hans og námsstjórar skiptust á að fylgja mér milli ýmissa skóla og fræða mig um störf þeirra. Að þessu vorum við, þar til nemendur fóru heim úr skólunum — um kl. 16—17 — svo fórum við aftur í fræðslumálaskrifstofuna og röbb- uðum við fræðslumálastjórann á aðra klukkustund um það, er ég hafði séð og heyrt. Eftir kvöldverð fór ég í boði fræðslumálastjórans og konu hans í leikhús. Þar var ég m. a. kynntur fyrir borgar- stjóra Nott-inghamborgar og formanni fræðsluráðs Nott-

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.