Menntamál - 01.02.1948, Síða 21

Menntamál - 01.02.1948, Síða 21
MENNTAMÁL 15 London til athugunar og samþykktar. Allir fræðslumála- stjórar og fræðsluráð í landinu áttu að skila sem fyrst áliti og tillögum um skólabyggingar og annað í samræmi við ákvæði hinna nýju fræðulaga landsins. 1 fræðsluráðinu átti sæti ein „Lady“. Einhvern tíma hefði það víst þótt óviðeigandi, að slík hefðarfrú færi alllanga leið frá heimili sínu til þess að sitja fund með um 70 manns úr ýmsum stéttum og hafa þar bara jafnan tillögu- og at- kvæðisrétt við aðra. En hefðarfrúin — Lady Belper heitir hún — er ekki af gamla skólanum. Hún er tiguleg í fram- komu, en mjög blátt áfram og var mér sagt, að hún væri vinsæl vel. Lady Belper dvaldist sumarlangtuppiíBorgarfirðivestra fyrir nálægt aldarfjórðungi. Hún var þá unglingur og var með Hambro bankastjóra í London og fleirum, sem voru hér þá við laxveiðar. Þetta sagði hefðarfrúin mér nokkr- um dögum eftir fræðsluráðsfundinn. Hún hafði sem sé gert mér boð, hvort ég mundi fáanlegur til þess að heim- sækja sig á óðalið — Kingston Hall heitir það. Bóndi hennar var í London. Ekki stóð á mér, svo að ég skrapp þangað með 2 fulltrúum fræðslumálaskrifstofunnar síðla næsta góðviðrisdag. Við drukkum kaffi hjá húsfreyjunni, og rabbaði hún við okkur um daginn og veginn eins og hver önnur bóndakona. Hún spurði frétta frá íslandi, sýndi myndir frá dvöl sinni hér og sagði frá ýmsu, er henni þótti sérkennilegt og skemmtilegt af því, er hún sá þá og heyrði. Auðheyrt var, að Lady Belper hefur haft augun opin og áttað sig á aðstöðu fólksins og lifnaðarháttum, þótt ólíkt væri því, er gerðist í heimkynnum hennar. Að loknum all- löngum kaffitíma sýndi húsfreyja mér hluta af rúmgóðum og allríkmannlegum vistarverum þeirra hjóna. Síðan var labbað út á tún og að matjurta- og aldingarðinum. Þar voru og nokkur gróðurhús. Virtist mér húsfreyja vera

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.