Menntamál - 01.02.1948, Side 22

Menntamál - 01.02.1948, Side 22
16 MENNTAMÁL vel húsvön, enda mun hún hafa tekið til höndum við blóma- rækt og fleira. Er við höfðum skoðað landareignina, kvödd- um við og fórum aftur til Nottingham. Mér fannst þessi heimsókn og móttökur í flestu líkt og á stórbúum hér heima. Skyldi húsfreyjan hafa tekið stórbúin í Borgarfirði sér til fyrirmyndar ? Eins og ég hef þegar drepið á, mun ég ekki fjölyrða að þessu sinni um almennu skólana, sem ég heimsótti nær því um þvert og endilangt Nottinghamshire, því að annars staðar, sem ég kom í Bretlandi, sá ég hliðstæða skóla. Mun ég ræða um almennu skólana síðar. Hins vegar heimsótti ég stofnanir í Nottinghamshire fyrir vandgæf börn. Þær hrifu mig svo, að ég greini frá þeim sérstaklega. Það, sem sameiginlegt var fyrir þær þrjár stofnanir, er hér verður getið, er það, að húsakynni þeirra voru áður stór- býli eða „herragarðar," sem ýmist voru keypt eða gefin til þeirrar starfsemi, sem þar fer nú fram. Nú eru það ekki stórbændur eða aðrir slíkir, sem reka búskapinn, heldur nemendurnir undir umsjá kennaranna. 1 Risley Hall er skóli fyrir 50—60 stráka, á aldrinum 7—16 ára, sem komið er þangað víðs vegar að vegna óknytta, skrópa o. þ. u. 1. (Varð mér hér hugsað til Jónasar B. og Jaðarsskólans við Elliðavatn!) Hver kennari ann- aðist 12—15 stráka. Nemendur annast nær öll heimilis- störf sjálfir, jafnvel þjónustubrögð. Piltarnir skiptast á um hússtörfin — eins og önnur störf. Bóklegu námi er hagað eftir aðstöðu og getu nemenda, en miklum tíma varið til íþróttaiðkana og verknáms. Skólastjórinn sagði mér, að stækka ætti stofnun þessa svo, að hún gæti tekið 100—120 stráka og strákarnir mundu vinna að því að öllu leyti sjálfir undir stjórn eins fagmanns í hverri grein. Skóli þessi hefur starfað 4 ár, og 90 nemendur hafa út- skrifazt þaðan. Aðeins 3 nemendur hefðu „hlaupið útund- an sér“ eftir burtför frá Risley Hall. Skólastjórinn sagði,

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.