Menntamál - 01.02.1948, Qupperneq 27
MENNTAMÁL
21
Byggingarskipanin veldur því, að engin truflun er að
sambýlinu. Skólastjóri er fyrir hvern skóla um sig, og
fer vel á með þeim. Nemendur eru um 3200 samtals í öllum
skólunum. Fjölskyldur eru ótrúlega barnmargar. Var mér
sagt, að algengt væri, að hjón ættu þetta 12—17 börn!
Allur útbúnaður utan húss og innan var með ágætum.
Nottinghamborg má vera hreykin af þessum nýja borgar-
hluta, sem mér virtist vera „borg í borginni.“.
Þeim, sem þetta lesa, kann að finnast einkennilegt, að
ég hef vart minnzt á kennslutilhögun og starfshætti í
skólum þeim, er ég heimsótti í Nottingham og nágrenni,
og þyki e. t. v. tími kominn til þess að fá eitthvað um það
að vita. Ég hef af ráðnum hug látið þessa ógetið að mestu
leyti, vegna þess, að svo margt er svipað þar um að segja
og við á um skóla, er ég heimsótti annars staðar í för
minni. Mun ég gera þessum þætti og skólaskipaninni
brezku nokkur skil, þegar lokið er frásögninni um sjálft
ferðalagið.
Frá dvöl minni í Nottingham mætti mjög margt fleira
segja en hér hefur verið gert, en þar sem hér er aðeins
um tímaritsgrein að ræða, þá verður einhvers staðar að
setja því takmörk.
Mr. Mason, fulltrúar hans og námsstjórar, skólastjórar,
kennarar og aðrir, sem ég hitti vikuna, sem ég dvaldist í
Nottingham og nágrenni, lágu ekki á liði sínu með góð ráð
og leiðbeiningar, til þess að ég gæti hlotið sem sannasta
mynd af uppeldis- og skólastarfi því, sem þar fer fram.
Að loknum skólaheimsóknum á daginn var ég ýmist með
fræðslumálastjóranum eða fulltrúum hans — heima eða
heiman. Voru það ánægjulegar hvíldarstundir jafnframt
upprifjunum og skýringum á því, er fyrir augu og eyru
mín hafði borið áður um daginn eða fyrr.