Menntamál - 01.02.1948, Side 29

Menntamál - 01.02.1948, Side 29
MENNTAMÁL 23 ég hann til þess að aka með mig til nokkurra markverðra staða, að hans dómi, í og við borgina. Ég flutti mig í fram- sætið til hans, og röbbuðum við um heima og geima. Þetta var allra viðkunnanlegasti náungi — miðaldra. Hann sýndi mér það eitt, sem vert var að sjá. Að því búnu skilaði bíl- stjórinn mér í gistihúsið, og fór hvor sína leið ánægður vel. En ánægja mín breyttist í gremju við sjálfan mig. Ég gleymdi sem sé vitinu í bílnum — eða öllu heldur skjalatösku, sem í voru ýmis skjöl og upplýsingar, sem ég ætlaði að melta síðar. Þvílíkt ástand! — og lestin mín átti að fara eftir tæpa klukkustund. Ég athugaði ekkert númerið á bílnum og hann leit út eins og fjöldi annarra bíla. Ég mundi auðvitað þekkja bílstjórann aftur, en hversu lengi mundi ég þurfa að leita að honum í öllum þessum sæg? Nú voru góð ráð dýr, því að ekki vildi ég breyta áætlun þeirri, er British Council gerði — og fram- hald hennar var í töskunni. Ég ætlaði að ráðfæra mig við hótelstjórann. En viti menn! 1 sömu andránni hringir sím- inn, og mér er sagt, að niðri bíði mín maður, sem óski við- tals við mig. Ég hraða mér niður, og þá stendur bílstjórinn minn þar grafalvarlegur með hendur fyrir aftan bak og spyr, hvort ég hafi gleymt nokkru í bílnum. Mér lá við að faðma karlinn og var ekki seinn til svars. Hann bað mig að lýsa töskunni og var alvarlegur eins og rannsóknar- dómari. Ég lýsti töskunni og greindi frá ýmsu, er í henni var. Hann hafði ekki litið í töskuna, en gerði það nú og sá þá m. a. plögg með mínu nafni og nafni hótelsins. Þá breyttist svipur hans, og virtist mér hann ekki síður ánægður að afhenda mér töskuna en ég að fá hana. Kvödd- umst við svo með virktum, og og ég át miðdegisverð með góðri lyst. Ég gætti töskunnar betur eftir þetta. Svo fór ég á tilsettum tíma til Leeds mjög ánægður með dvölina í Nottingham. Framh.

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.